Ógeðslegt níðingsverk á Húsavík

Drápið á heimiliskettinum á Húsavík er ógeðslegt níðingsverk. Hvernig getur það gerst að merktur og gæfur heimilisköttur sé skotinn með haglabyssu af meindýraeyði í bænum? Þetta er algjörlega óskiljanlegt - hver var tilgangurinn með því að drepa dýrið með svo ógeðslegum hætti? Á þessu verða að koma skýringar, enda gengið alltof langt.

Þetta mál er til skammar fyrir yfirvöld í Norðurþingi sem hafa staðið fyrir því að ráða þennan mann til verksins og bera ábyrgð á því.

mbl.is Skaut heimiliskött á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eins og annað hjá þessu fólki sem telst til ráðamanna í Norðurþingi

þeir ná því ekki að hugsa út fyrir kontorinn hjá sér þetta fólk er greinilega ekki með heila hugsun gagnvart neinu sem telst til mannlegrar hugsunar

þeir ættu að skammast sín og biðja alla íbúa Norðurþings afsökunar á svona framkomu

Gobbiv (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:49

2 identicon

Fyrir utan það hvað þetta er ógeðfellt mál þá stendur þetta skýrum stöfum í hegningarlögunum:

174. gr. Ef lífi eða heilbrigði húsdýra er stofnað í hættu á þann hátt, sem í 170.–173. gr. getur, þá varðar það …1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.

Sama þó að einhverjum kunni að finnast þetta sniðugt, nauðsynlegt eða skemmtilegt að saklausu húsdýri hafi verið fargað á óæskilegan, þá eru þessi lög í gildi þegar brotið er framið og verknaðurinn þ.a.l. ólöglegur.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Meindýraeyðir skýtur merkta ketti. Þetta er með miklum ólíkindum.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elsku Stefán minn!

Auðvitað er þetta slæmt...en allt sem kemur frá xD á þessum dögum (þegar heimili Íslands ...(nema 620 manns?) eiga í barningi er voða erfitt að taka einni kisu með alvöru? (skilur þú?).

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvaða! Hvaða? Hann Árni Björn veit alveg hvað hann er að gera.

Júlíus Valsson, 9.5.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband