Fær Kolbrún vænan bitling?

Hávær orðrómur er um að Kolbrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, sé ætlaður stóll Þjóðleikhússtjóra. Sparka eigi Tinnu Gunnlaugsdóttur til að finna pláss fyrir brottrekinn forystumann úr vinstri grænum, sem var hafnað af flokksmönnum og kjósendum. Þetta er ekki góður orðrómur fyrir Katrínu Jakobsdóttur, sem hingað til hefur sloppið alveg við samsæriskenningar um að hygla vinum og vandamönnum í mannaráðningum. Ég neita að trúa því að hún vinni svona.

Mér finnst eðlilegt að Tinna Gunnlaugsdóttir haldi áfram sem þjóðleikhússtjóri. Hefðin er sú að leikhússtjóri fái allavega tvö starfstímabil til verka. Eðlilega sækir Tinna um áfram og ég vona að hún hreppi hnossið aftur. Það er engin þörf á því að gera stól Þjóðleikhússtjóra að pólitískum bitlingi fyrir vinstri græna að moða úr fyrir fallna þingmenn og ráðherra.

mbl.is Kolbrún í Þjóðleikhúsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Lélegur stjórnmálamaður getur verið afbragðs leikhússtjóri.  Það er samt ekki þar með sagt að lélegur leikhússtjóri yrði góður stjórnmálamaður. Vonum að þetta sé slúður.

Eygló, 11.5.2009 kl. 14:25

2 identicon

Kannski að fólk ætti að kíkja gaumgæfilega á feril Kolbrúnar í leikhúsum áður en það gerir sér upp skoðanir. Reynsla hennar af leikhúsi er t.d. mun fjölhæfari en reynsla Tinnu Gunnlaugsdóttur var þegar báðar sóttu um það starf sem Tinna síðan fékk. Það mætti að ræða af hverju hún fékk starfið forðum þegar báðar sóttu um. Var það vegna stjórnmálaskoðana hennar? Var það vegna tengsla fjölskyldu hennar við Þjóðleikhúsið? Kannski er kominn tími til að hefðin um að Þjóðleikhússtjórar sitji viðstöðulaust í áratug eða meira sé látin hverfa. Staðan sé auglýst á fimm ára fresti og svo sé öllum frjálst að sækja um, líka þeim aðila sem situr á stjórastólnum. Er það ekki það sem talað er um nú, að hreinsa til á öllum hillum, ekkert sé lengur heilagt.

Eins og ég sagði í byrjun, þá finnst mér að þið sem eruð gagnrýnin, ættuð að byrja á því að skoða leikhúsferil Kolbrúnar og bera hann saman við það sem t.d. Tinna hefur starfað við í leikhúsi.

Guðrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Páll Jónsson

Vonum að henni sé ekki ætlað þetta hlutverk fyrirfram... en hvað ef hún sækir um á eigin forsendum? Er ekki nánast öruggt að hún yrði hæfasti umsækjandinn?

Yrði ekki jafnerfitt fyrir Katrínu Jakobs að neita henni á faglegum forsendum eins og að veita henni starfið?

Páll Jónsson, 11.5.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Bumba

Ja hættu nú að snjóa, það þarf að taka þetta til endurskoðunar, ef Kolbrún verður Þjóðleikhússtjóri þá er ég hræddur um að litlaus verði leiktjöldin, allavega hvorki bleik nér blá. Með beztu kveðju.

Bumba, 11.5.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband