Gutta sparkað

Ég varð svolítið undrandi yfir því hvernig sparkað var í Guðbjart Hannesson, fráfarandi forseta Alþingis, í stólaleik vinstrimanna. Hann situr eftir með sárt ennið og án hlutverks, fær ekki að fara í ríkisstjórn og missir forsetastól þingsins til HelgarÁstu, sem sér nú fram á lengri helgarfrí en hinsvegar kvöldvökur yfir þingræðum. Ætli kynjakvótinn einn felli hann? Hvað með það. Þá er skiptingin hjá Samfó skrítin. Fjórir ráðherrar af höfuðborgarsvæðinu og svo Möllerinn.

En af hverju kemur þetta mér á óvart. Jú, í sannleika sagt taldi ég að Gutta yrði eitthvað verðlaunað fyrir það hversu liðlegur hann var við Jóhönnu Sigurðardóttur í þingstörfunum í vor. Hann var í vasanum á forsætisráðherranum (þingræðið hvað) og fór marga hringi til að sníða dagskrána fyrir ríkisstjórnina.


mbl.is Sótti forsetaembættið ekki fast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gutta var sparkað uppá við. Hann sest í sæti Gunnars Svavarssonar. Haft var eftir Halldóri Bl. að hann hefði frekar viljað vera þingvörður en forseti á sínum tíma.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvernig segir í Othello: negrinn hefur gert sitt gagn, negrinn má fara.....

Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 09:26

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Hvernig er mönnum sparkað upp á við? Þvílíka bull er þetta. Er formaður nefnda orðið meira og stærra hlutverk heldur en forseti sjálfs þingsins og eins þriggja handhafa forsetavalds. Guðbjartur er bara fórnarlamb í pólitískum hártogunum milli þessara flokka, ekki það að mér hefði ekki fundist hann mega missa sin enda algjörlega vanhæfur í þetta embætti í fyrsta lagi.

Jóhann Pétur Pétursson, 11.5.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband