Vinstristjórnin gleymir heimilunum í landinu

Stjórnarsáttmáli vinstristjórnarinnar er hrákasmíð hin mesta. Þar er ekki tekið á þeim málum sem mestu skipta og engin er framtíðarsýnin. Varla þarf maður svosem að vera hissa, enda vinstriflokkum sjaldan gefið að skapa einhverja framtíð. Þeir hafa oftast litið til fortíðar í verklagi og tali. Mér fannst það samt nokkurt afrek hjá Jóhönnu og Steingrími og J. að komast í gegnum daginn án þess að þurfa að tilkynna um aðgerðir í ríkisfjármálum og koma með einhverja framtíðarsýn fyrir fólkið í landinu.

Ekki verður betur séð en vinstristjórnin hafi algjörlega gleymt heimilunum - hvar er skjaldborgin um heimilin? Eflaust er það rétt að það var ekkert nema spunablaður, enda er ekki að sjá neitt sem eigi að verja fólk í skuldavanda og er að sligast vegna skulda. Fjölmiðlamenn spurðu varla um stöðu þessara mála né heldur fyrsta sparnaðarráðið; að fjölga ráðherrum um tvo. Var þetta það sem vinstristjórnin meinti með ráðdeild og sparnaði?

Vissulega er talað um uppstokkun á kjörtímabilinu, en þeir hefðu getað gefið gott fordæmi og haldið ráðherratölunni í tíu. Sparnaður er ekki til í þeirra orðabók, enda er ekkert naglfast gefið um hvar eigi að stokka upp og taka til á næstunni. Hugmyndirnar eru ekki lagðar fram í þessum stjórnarsáttmála. Fólk er engu nær um hvað eigi að gera.

Þetta er mjög tómur stjórnarsáttmáli. Mest frasablaður og pólitískur spuni til að henta Jóhönnu og Steingrími. Alvarlegt mál er að forysta vinstriflokkanna skuli leyfa sér að gleyma heimilinum í landinu og koma með blankó útspil um ríkisfjármálin. Ekkert er veganestið.

Helst er að sjá að stjórnarandstaðan eigi að leika lykilhlutverk í því sem verður gert. Ný og undarleg staða. Innanmein þessarar stjórnar eru augljós og eflaust verða þeir fyrir vonbrigðum sem spá henni löngum lífdögum.

mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er ekki hægt að vera bjartsýnn og jákvæður í garð þessarar ríkisstjórnar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.5.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Sammála Búra, orðin kaldhæðinn, skapheitur og brekkusnigill eiga betur við þig eins og er.

Þú virðist ekki vita á hverju jákvæðni og bjartsýni byggist, margir Sjálfstæðismenn eru þinnar skoðunar, þeir bíða eftir því að þessi stjórn fokki öllu upp og ætla svo að sanna að þeir hafi haft rétt fyrir sér, en hvaða máli skiptir hver hafði rétt fyrir sér ef að Ísland brennur.

Það minnsta sem þú getur gert sem þjóðfélagsþegn er að vona að minnsta kosti, fólksins vegna, að ríkistjórnin geri góða hluti vel. Hvort sem þú hefur trú á því eða ekki.

Geir Guðbrandsson, 11.5.2009 kl. 09:49

3 identicon

Þynnsti kaflinn í máefnasamningnum um aðgerðir í þágu heimila landsins í erfiðleikunum sem steðja að fólki.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég skrifa bara á mannamáli um stjórnmál. Það kemur mínum karakter ekkert við. Hvað er þessi ríkisstjórn annars að gera? Finnst ykkur virkilega þessi sáttmáli góður? Þetta er innihaldslaust froðusnakk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.5.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Hvað mér finnst um þennan sáttmála kemur málinu ekki við, það sem ég skil ekki er þetta viðhorf, að ætla að bíða eftir að vonda vinstristjórnin setji allt endanlega á hausinn og það hlakkar í fólki að það gerist svo það geti sannað fyrir "kommunum og krötunum" að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Það lýsir persónu fólksins að það óski heilu þjóðfélagi frekari þjáningum til að "hafa rétt fyrir sér".

 Sama hver er í stjórn og hvaða stefna ræður ríkjum hlýtur hver ærlegur þjóðfélagsþegn samt að vona að stjórninni vegni vel í þágu fólksins.

Geir Guðbrandsson, 11.5.2009 kl. 14:51

6 identicon

Þetta er bara kommúnistar! Þeir halda að þeir leysi bara kreppuna með því að lækka laun og hækka skatta endalaust og ef þeir gera það mikið meira þá kemur það niður á heimilinum í landinu og þá þurfa þeir að sinna þeim fyrir peningana sem sparast. Þeir eiga að hugsa miklu meira útí það að koma okkur inní ESB og taka upp Evru, lækka stýrivexti og semja við eigendur jöklabréfanna. Ég er með mjög skýrar skoðanir á þessu í nýjustu færslunni á www.hjalti96.central.is þar er ég með skýra stefnumótun sem ég myndi telja að kæmi okkur í gang aftur.

Hjalti Þór Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband