Guðfríður valin þingflokksformaður fram yfir Atla

Ég efast ekki um að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er vel að því komin að verða þingflokksformaður vinstri grænna. Taldi samt að Atli Gíslason yrði fyrir valinu. Hann hefur meiri þingreynslu en Guðfríður Lilja, stýrt þingnefnd og leitt framboðslista lengur en hún. Valið ber merki þess að Atli hafi fallið í ónáð flokksforystunnar vegna ummæla eftir kosningarnar um myndun þjóðstjórnar.

Auk þess að Guðfríður Lilja hafi verið valin til að friða óánægjuraddirnar í VG sem vildu fleiri kvenráðherra, sem náði hámarki með harðorðri ályktun ungra vinstri grænna. Eflaust er það sambland af þessu báðu.

Niðurlæging Atla er samt algjör. Hann fékk ekki ráðuneyti og fær svo í kjölfarið ekki þingflokksformennsku þrátt fyrir að hafa verið lengur á þingi. Nýliði í þingflokknum er valin til að stýra honum.

mbl.is Guðfríður Lilja þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Er líklegt að Atli sé í þjálfun til áramóta sem dómsmálaráðherra?

Margrét Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 18:23

2 identicon

Stefán, hvarflar að þér að Atli sé á þingi til að vinna málum framgang en ekki til að koma sjálfum sér á framfæri?

Hefur Atli verið spurður hvort hann vilji vera ráðherra? Finnst þér koma til greina að hann sé stjórnmálamaður af öðrum skóla en framapotararnir og að hann vilji nota tíma sinn á þingi til að sjá hugsjónir sínar og kjósenda sinna verða að veruleika?

Það eru sem betur fer til hugsjónamenn í stjórnmálum.

Það er beinlínis hallærislegt að ætla öllum stjórnmálamönnum að vilja vera ráðherrar, þingflokksformenn og nefndarformenn.

"Röðin-komin-að-þessum-til-að-vera ráðherra"- hugunin er þvert á lýðræðislega hugsun og vinnubrögð og að auki er hún hallærisleg.

Helga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:59

3 identicon

Þú hleypur fram hjá nýjum varaformanni þingflokksins í þessari umræðu.

Vissulega tók Steingrímur reynsluleysi fram yfir reynsluna.

Atli var aldrei inni í þessari umræðu.  

Hann fær kannski formennsku í nefnd.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:28

4 identicon

En Guðfríður Lilja leiddi líka lista. Og er með miklu fleiri atkvæði á bak við sig en Atli.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:09

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Stefán, bloggkóngur Íslands. Mikið rosalega ertu duglegur !

Geturðu sagt mér hvernig maður fjarlægir komment af síðu, ég hef verið beðinn um það af einum mórölskum en ég kann það ekki.

Mér finnst Atli bara leiðindapúki samanborið við Guðfríði, hún er líka meira augnayndi-  fyrir okkur kallana að vísu.

Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 00:06

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góðu orðin Halldór. Þú smellir á valflipann Blogg í stjórnborðinu. Þar undir er flokkurinn Athugasemdir. Þar geturðu breytt eins og þú vilt. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.5.2009 kl. 01:36

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Atli Gíslason hefði orðið flottur dómsmálaráðherra.  Það er síðan spurning hvort nokkur flokkur í ríkisstjórn hefði treyst sér til að vera með slíkan innanborðs, miðað við þær rannsóknir sem framundan eru  -vonandi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 02:08

8 identicon

Þankar þessir kalla á umræðu.

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband