Breskur dómur yfir Hannesi Hólmsteini ógiltur

Hannes Hólmsteinn Breskur yfirréttur ógildi í dag dóm sem var felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor. Hannes hafði krafist ógildingar dómsins og jafnframt mótmælt því að dómurinn yrði fullnustaður hér á landi.

Þetta eru óneitanlega mikil tíðindi. Stutt er síðan að Hannes var sýknaður af öllum kröfum Auðar Sveinsdóttur Laxness, ekkju Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness, en hún og dætur hennar höfðu margoft talið að Halldór hefði brotið gegn höfundarrétti við ritun fyrsta bindis af þrem, sem kom út árið 2003, í röð ævisagna Hannesar um Laxness.

Ég er einmitt að dunda mér þessi kvöldin við að rifja upp annað bindi Hannesar um Laxness, bókina Kiljan, um mótunarár skáldsins. Mér fannst bækur Hannesar um Laxness virkilega vel ritaðar og vandaðar. Það er sérstaklega gaman af Kiljan, en það er besta bókin af þessum þrem að mínu mati.

mbl.is Yfirréttur ógilti dóm sem kveðinn hafði verið upp yfir Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hannes var sýknaður af skaðabótakröfu þar sem Auður LAxness gat ekki sýnt fram á fjárhaglegt tjón. Hann var ekki sýknaður af ritstuldi, í dómnum segir skýrt og greinilega (bls. 13) að hann hafi brotið gegn höfundarrétti. Svo hann var dæmdur sekur fyrir brot á höfundarrétti.

Þorkell Máni Pétursson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 23:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Þorkell Máni

Takk fyrir kommentið. Það er rétt að Hannes Hólmsteinn vann ekki fullan sigur í þessu máli, en hann vann eigi að síður merkilegan sigur miðað við allar aðstæður. Eflaust verður fólk aldrei algjörlega sammála um kosti og galla Hannesar eða kosti og galla þessara bóka. Fyrsta bindið varð langumdeildast en hin mun síður. En það er áhugavert að lesa þau og kynna sér skrifin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.12.2006 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband