14.5.2009 | 19:02
Óþolandi neyslustýring vinstri grænna
Ef það er eitthvað sem ég gjörsamlega þoli ekki er það forræðishyggja af öllu tagi. Tal um neyslustýringu landans fer alltaf jafn mikið í pirrurnar á mér. Enn einu sinni hafa fulltrúar vinstri grænna minnt á sig og lífsskoðanir með því að reyna að hafa vit fyrir fólki með neyslusköttum. Ömurlegt er að heyra boðskapinn frá Ögmundi Jónassyni. Þetta er ekta vinstrisinnuð pólitík, ríkið eigi að hugsa fyrir alla og setja alla í sama formið.
Henda á út í hafsauga öllum neyslustýringum. Hvað á ríkið annars með að skipta sér af því hvað þú eða ég borðar. Okkur á að vera treyst fyrir því að vega og meta sjálf hvað við látum ofan í okkur. Það getur enginn miðstýrt því hvað ég og þú borðar. Hversvegna er það þá reynt, spyr maður kæruleysislega? Muna menn annars eftir því þegar að Samfylkingin kom inn á þing með tillögu þess efnis að banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum á vissum tíma dags?
Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína, það er út í hött að ríkið geri það með lagarömmum. Það verður hver og einn landsmaður að vega það og meta hvað þau setja ofan í sig eða drekka, sama hvort það er hard liqueur, kaffisull eða gosdrykkir. Burt með neyslustýringu eða aðra forræðishyggju af þessu tagi!
Henda á út í hafsauga öllum neyslustýringum. Hvað á ríkið annars með að skipta sér af því hvað þú eða ég borðar. Okkur á að vera treyst fyrir því að vega og meta sjálf hvað við látum ofan í okkur. Það getur enginn miðstýrt því hvað ég og þú borðar. Hversvegna er það þá reynt, spyr maður kæruleysislega? Muna menn annars eftir því þegar að Samfylkingin kom inn á þing með tillögu þess efnis að banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum á vissum tíma dags?
Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína, það er út í hött að ríkið geri það með lagarömmum. Það verður hver og einn landsmaður að vega það og meta hvað þau setja ofan í sig eða drekka, sama hvort það er hard liqueur, kaffisull eða gosdrykkir. Burt með neyslustýringu eða aðra forræðishyggju af þessu tagi!
Sykrað gos skattlagt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
"Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína "
En ríkið á að borga brúsann fyrir þá sem ekki gera það!
Og þeir eru margir.
Svo er þetta ekki nein frumleg Ögmundarhugmynd.
Þesi leið til að bæta lýðheilsu finnur æ meiri hljómgrunn víða um lönd.
Aukaskatt á óhollan mat og drykk mætti nota til að greiða niður heilsuvænt fæði.
Það mundi gefa góða raun.
Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:25
Lastu ekki greinina Stefán? Ég efast um það fyrst þú heldur að þetta snúist um forræðishyggju. Þetta snýst um það að neysla á gosdrykkjum á Íslandi meðal barna og unglinga (sem má sannarlega deila um hvort séu fær um að standa vörð um heilsu sína)er gjörsamlega farin úr böndunum. Ef það er hægt að minnka neysluna með skattlagningu og fá að auki pening í kassann þá hlýtur það vera jákvætt.
Arnþór (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:25
ég geri ráð fyrir að þessi skoðun þín gildi um allan varning.
því má til gamans geta að verð á tóbaki hefur u.þ.b. sex- til sjöfaldast síðan 1991.
fátt skýrir þær miklu verðhækkanir betur en síaukin skattheimta af tóbaki. mér skilst að lýðheilsumál séu helsta ástæða þess. er ekki bara sama uppi á teningnum með sykurinn?
Brjánn Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 19:26
Sæll
Ég ætlaði að blogga og koma skoðun minni á framfæri vegna þessar fréttar en það hefði eingöngu verið umorðun á því sem þú ritaðir hér að ofan.
Forræðishyggja er gersamlega óþolandi í frjálsu samfélagi en því miður má búast við enn fleiri tillögum frá VG á komandi mánuðum henni tengdri. Og líklegra en ekki að þær nái fram að ganga.
Ignito, 14.5.2009 kl. 19:32
Auglýsingar á barnatíma eru þó hreinn viðbjóður, og ég hef heyrt mun verri hugmyndir...
starri (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:32
en stefán áttar þú þig ekki á því að hægt er að stýra neyslunni í öfuga átt eins og gerist þegar virðisaukaskattur var aflagður. Það má ekki hugsa hlutina í eina átt væni minn.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:38
Hvernig á þá annars gjaldþrota þjóð að greiða niður kostnaðinn vegna allra tannskemmda þessara barna, sem höfðu ótakmarkað aðgengi að gosi í ísskápnum heima?
Eigum við að leifa þeim að þjást vegna óábyrgs uppeldis foreldranna? Eða vilt þú kannski að þjóðin taki annað lán fyrir þessu?
Bryndís Böðvarsdóttir, 14.5.2009 kl. 19:43
Sorry en það gera samt öll ríki! Það er t.d. augljóst varandi áfengi og tóbak. Og eins eru mörg ríki t.d. Noregur held ég með sér skatt á sælgæti. Enda er það gert í þeirri trú að með því megi stýra neyslu og þannig t.d. koma í veg fyrir að börn og unglingar séu komin með 7 til 8 tennu skemmdar fyrir fermingu. Sé ekkert að þessu. Þetta er mun ódýrara fyrir samfélagið til lengdar þar sem að heilsukvillar sem fylgja þessu eru okkur sem þjóð mjög dýrir. Það má álykta að tannskemmdir, offita og fleira sem fylgir þessu kosti okkur sennileg tug milljarða á ári nú og það fari vaxandi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2009 kl. 19:52
Í raun var það Sjálfstæðisflokkur sem kom á skilagjöldum á t.d. bílum og fleiru. Þetta er sama málið að kostnaðurinn af því að bæta skaðann komi fram strax í verðinu. Reyndar held ég að það sé ein lykilröksemd frjálshyggjunnar að þeir borgi sem valdi tjóninu. „Sykurskattur“ ætti að mínu mati að vera nægilega hár til að standa straum að ókeypis tannlækningum barna og gott betur, því það hlýst meiri skaði af en bara viðgerð á tönnunum, það er líka þjáning og umstang fjölskyldu og barnanna.
Helgi Jóhann Hauksson, 14.5.2009 kl. 19:57
Nei Stefán nú hefur þú einfaldlega rangt fyrir þér.
Það er einmitt bráðsnjöll hugmynd að skattleggja vörur sem innihalda viðbættan hvítan sykur (þetta var reyndar gert með vörugjöldum á sykur). Þeir fjármunir sem slík skattlagning skilar gætu svo farið í skólatannlækningar.
Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við að vörur sem þekkt er að spilla heilsufari séu skattalgðar, við höfum þann háttinn á bæði með áfengi og tóbak og ég sé fólk ekki hrópandi á torgum gegn þeirri "neyslustýringu."
Athugum það svo líka að tannheilsan er aðeins hálf sagan. Offita er orðið svo stórt vandamál að ef ekkert verður að gert mun hún - bókstaflega - sliga heilbrigðiskerfið á allra næstu árum.
Sykurskattur er því einmitt mjög góð hugmynd út frá öllum sjónarmiðum um heilbrigði.
kv.
Pétur Maack
Pétur Maack (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:05
Merkilegt að fylgjast með umræðum undanfarin á og nú á þessari bloggsíður.
Menn tala alltaf um að þeir séu á móti forræðishyggju. Svona hefur þetta verið undanfarið. Skattar voru lækkaðir því fólk hafði vit á því að spara frekar er ríkið. Mönnum hefur verið frjálst að taka lán eins og þeim listir o.s.frv.
Síðan fer allt í steik. Þá á ríkið að hlaupa undir bagga. Niðurskrifa skuldir. Hækka vaxtabætur. Veita ókeypis heilbrigðisþjónustu m.a. vegna áunninar sykursýki o.s.frv.
Minni á að forræðishyggjan náði lágmarki 2007 og einstaklingshyggjan hámarki.
Verði þér að góðu.
Kristján (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:13
Andið rólega drengir. Þetta er bara byrjunin.
Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 20:38
Öllum neytendum er stýrt.
Auglýsendur standa fyrir skaðlegustu neyslustýrinunni.
Heimskulegt væl að neytendavernd sé af hinu illa.
Mjög svona 2007 eitthvað.
Ólafur Ágúst Guðmundsson, 14.5.2009 kl. 20:43
Helgi ...
En ríkið á að borga brúsann fyrir þá sem ekki gera það!
Borgar fólk ekki skatta allt sitt líf ?
Ríkið að borga brúsann ? það erum við sem borgum brúsann!!! þar á meðal mistök ríkissins eftir einkavæðingu bankanna.
Þú þarf aðeins að setjast niður og velta þessum hlutum betur fyrir þér.
ThoR-E, 14.5.2009 kl. 21:20
Það er ágætt að stjórna þessu gengdarlausa sykuráti á einhvern veg.
Í sögulegu samhengi var sykur alltaf mjög ódýr á Íslandi, alveg úr korti við annað.
Efast samt um að þetta náist í gegn. Íslenskir nammiframleiðendur eru mjög sterkir lobbíistar.
Oddur Ólafsson, 14.5.2009 kl. 21:26
Við hverju bjuggust menn þegar vg kæmist í stjórn - þeir elska forræðishyggju - þetta er bara byrjunin - sjs vill netlöggu og hann er ekkert á því að ætla að einkavæða bankana - vill velja ca. 15 fyrirtæki sem eru honum þóknanleg - ríkisfyrirtæki og auka skatta á almennig er eins og músík í hans eyrum
Óðinn Þórisson, 14.5.2009 kl. 21:32
Gengisfall hefur verið 1% á mánuði síðan þú fæddist, hæstu vextir hafa verið 2% á mánuði síðan þú fæddist. Næstum allan tímann í boði Sjálfstæðisflokksins og svo ertu að pirra þig út af "gosskatti" Ögmundar. Hvaða viðmið hefurðu í lífinu drengur?
Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:36
HEYR HEYR STEFÁN!
Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:37
Sæll ég er sammála þér með forræðishyggju en í þessu tilfelli er þetta hárrét hjá Ögmumdu því það er í raun skattaafsláttur á salgæti og gosdrykkjum og þetta er einfaldlega einföld leiðrétting hjá Ögmundi, í dag eru hærri skattar á bleyjum og ýmsum nauðsynjavörum heldur en sætindum.
Það hafa margir bent á hve fáránleg skattlagningin sé, þar á meðal heilsuhagfræðingar upp í HÍ
Annað sem vert er að benda á er að offitufaraldur íslenskra barna er orðin skuggalega mikill og held að það sé stutt í heinhver met þar þannig að ég held að þú ættir aðeins að hugsa þig um áður en þú dæmir alllt sem vinstri menn gera
Kær kveðja Arnar
arnar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:16
Var ekki þjóðin að kjósa yfir sig Norræna velferðastjórn. Hér er hún gjörið svo vel.
Næst verður það ofurskattar á bíla eins og í Noregi og Danmörku til að fólk taki frekar strætó eða hjóli, það lagar heilsuna og umhverfið nefnilega.
Vörður (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:27
Það að eyrnamerkja skatt á sælgæti til að standa undir kostnaði við tannviðgerðir hjá börnum gæti verið góð hugmynd. Því miður sýnir reynslan að eyrnamerktir skattar eru ekki notaðir í það verkefni sem þeim var ætlað. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur verið hlunfarinn um marga miljaðra og það fé sem átti að nota til að byggja elliheimili og hjúkrunarheimili hefur farið í annað.
Ólafur Bjarni (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:43
Af hverju megum við ríkið, ríkið er jú ég og þú og allir aðrir. Ekki stýra neisluvenjum í heilsusamlegra horf. Af hverju er sjálfsagt að fyrirtæki geti stýrt neysluvenjum fólks í gegnum auglýsingar, staðsetningar í búðum, villandi upplýsinga á umbúðum td. sykurvatn er selt sem C vítamín drykkur.
Stefán Viðar Sigtryggsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:04
Eru sumir virkilega að fagna aukinni skattlagningu? Ég er sammála höfundi þessarar færslu að forræðishyggjan er stundum langt umfram það sem eðlilegt mætti kalla.
Ég hef haldið minni tannheilsu góðri þrátt fyrir gosneyslu og sælgæti með því einfaldlega að bursta tennurnar ALLTAF á kvöldin og stundum á morgnana ef mér þykir þurfa. Ég nota líka tannþráð til að forðast milliskemmdir.
Lausnin er einföld fyrir þá foreldra sem er annt um tannheilsu barna sinna, einfaldlega sleppið því að kaupa gosdrykki og sætindi og venjið börnin ykkar á góða tannhirðu og sjáið til þess að þau fari eftir því. Verið sjálf fyrirmynd og standið á ykkar málstað, það verður ekkert sykurát í kvöld!
Halldór (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:04
"Enda er það gert í þeirri trú að með því megi stýra neyslu og þannig t.d. koma í veg fyrir að börn og unglingar séu komin með 7 til 8 tennu skemmdar fyrir fermingu."
semsagt ríkið ber ábyrgð á tannheilsu barna en ekki foreldrar þeirra? afhverju ekki að ganga þá alla leið og segja einfaldlega að allir undir 18 ára aldri séu undir forræði íslenska ríkissins og stofnað verði sérstakt æskumálaráðaneyti sem sjái um að ákveða hvað íslenskum börnum sé fyrir bestu?
Fannar frá Rifi, 14.5.2009 kl. 23:58
Tja- ég mundi nú segja að svona í ljósi nýafstaðinna atburða er fólki ekkert sérlega treystandi til að taka eigin ákvarðanir. Ef ríkisstjórnin er ekki með reglur og lög þá lætur fólk bara markaðsöflin stjórna hegðun sinni eins og t.d. vondu bankana sem "lét" fólk taka lán og svo voru líka "allir" að gera þetta! Við prófuðum ofur-frálshyggju í 18 ár og það virkaði ekki!
Sonja Þórsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 00:21
Kæri Stefán
Ég held að þetta sé hinn mesti misskilningur hjá þér. Þetta er ekki forræðishyggja sem hér um ræðir. Það er forræðishyggja þegar ríki velur fyrir einstaklinginn á milli valkosta sem hafa sömu áhrif í samfélaginu. Það væri forræðishyggja að banna t.d. gular buxur því það hefur ekki að neinu leyti verri áhrif á samfélagið en t.d. bláar buxur.
En það er ekki forræðishyggja þegar reglur eru settar til að hindra valkosti sem hafa verri áhrif á samfélagið en aðrir valkostir. Þetta er gert á margan hátt í öllum viti bornum samfélögum. Við fullorðna fólkið megum t.d. ekki keyra of hratt á vegum. Er það forræðishyggja? Nei, það er skynsemi því að leyfa fólki að keyra eins og það vill hefur ekkert með það að gera að fólk á að geta valið sinn eigin hraða sjálft.
Gamla frjálshyggjuslagorðið "enga forræðishyggju" er orðið þreytt. Það var orðið þreytt 2007 og er nú ellihrumið, á grafarbakkanum. Fólk er nefnilega farið að sjá í gegnum þessa kröfu hins óendalega frelsis um að allt megi því að mannfólk geti alltaf valið af skynsemi. Á hver að geta valið sinn ökuhraða? Nei því þó að margt fólk sé oftast skynsamt en það hendir alla reglulega að sýna óskynsemi. Þess vegna höfum við reglur sem gera það letjandi að velja óskynsamlegu kostina. Það á ekkert skylt við forræðishyggju - það er bara einföld skynsemi þeirra sem lifa saman í samfélagi - nokkuð sem Íslendingar kunna verr en margar aðrar þjóðir. Íslendingar segja "We have to kill something" og þeir segja líka "Leve me alone! - Mind your own business!" Ég ræð yfir hólmanum en þú yfir hlíðinni. Hvernig ætlum við Íslendingar að lifa í borgaralegu samfélagi? Sem "rule breaking people?" sem heimta að þeir séu látnir í friði, annars verði einhver veginn?
Það er hellisbúaháttur hins íslenska einfara að flokka allar reglur sem forræðishyggju. Að setja reglur sem letja fólk til sykurneyslu er ekkert nema gott vegna þess að mikill sykur er slæmur fyrir samfélagið. Og ef þú Stebbi værir feitabolla ættu allir að greiða fyrir sykurfíkn þína? Ættu skattar allra að fara í að greiða afleiðingar þess að þér finnist Kók og Mars oft gott í mallann? Nei þú ættir að greiða það sjálfur. Þess vegna er allt í lagi að setja aukakrónur á kókið og marsið í von um að þú fáir þér oftar salat.
Við setjum reglur um að það megi ekki nota marjúana, kókaín og fleiri efni. Er það forræðishyggja? Eða er það skynsemi? Gaman væri að vita hvað þér finnst.
Þeir sem eru almennilegir frelsis-sinnar átta sig á því að frelsi fylgir ábyrgð. Frelsi snýst ekki bara um endalaust frelsi - Ísland ætti að vita það ef það lítur á skuldaklafann. Hið eina sanna frelsi er "frelsi með ábyrgð" því þannig getum við lifað saman í samfélaginu ef sá sem frelsið hefur sýnir ábyrgð. Að dæla sykri í allskyns matvæli er ábyrgðarlaust nema að sá sem dælir sykrinum viðurkenni ögn sökina í því að Vestrænt mankyn er orðið allt of feitt og að offitusjúkdómar séu nú orðnir dýrasta heilsufarsvandamál í hinum Vestræna heimi. Eða voru það bara vitleysingar sem fóru að háma svona mikinn mat í sig? Og að þeir einir eigi að bera ábyrgð? Nei, þeir sem sykrinum dæla eiga að bera ákveðna ábyrgð. Ef ekki þá eiga þeir að hætta að tala um að lítil hindrum sé forræðishyggja því þannig afsala þeir sér frelsinu með því að neita að bera ábyrgð.
Ég hef aðhyllst hugmyndir um frelsi einstaklingsins alla tíð. En þegar reglur um það hvernig við ætlum að taka tillit til hvers annars í samfélaginu eru kallaðar forræðishyggja þá tala þar raddir fólks sem neitar því að frelsi þurfi að fylgja ábyrgð.
Kv. Hallgrímur
Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:06
Sumir eru auðvitað á móti sköttum, telja þá eigi ekki að innhemta nema rétt nóga til að viðhalda lágríkinu (Minimal state er hugtak frá Bandaríka heimspekingnum Robert Nozick). Lágmarks ríki sem heldur uppi "lögum og reglu" sem felst þá fyrst og fremst í tvennu, að vernda líf og persóur fyrir öðrum, og til að tryggja eignarréttinn og vernda.
Ekki til að halda uppi nokkurskonar þjónustu við borgarana. Ef þú Stefán og hinir frjálshyggjumennirirnir hér eruð á þeirri skoðun eruð þið samkvæmir sjálfum ykkur þegar þið talið um að neyslustýringi sé af hinu illa.
En aðeins og aðeins ef þið samþykkið slíkt lágríki. Annars eruð þið kominir ó rökvanda og mótsögn við sjálfa ykkur.
Stebbi, ert þú talsmaður Lágríkisins?
Sævar Finnbogason, 15.5.2009 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.