Er gáfulegt að klára tónlistarhúsið í kreppunni?

Ég er ekki hissa á því þó tónlistarhúsið hiksti í þingmönnum Samfylkingarinnar (sem rifust opinberlega um það í þinginu í dag), enda einum of stór biti til að renna í gegn í einu vetfangi. Mikilvægt er að stjórnvöld forgangsraði á þessum erfiðu tímum og hugleiði hvort rétt sé að binda sig þessu verkefni nú. Bygging hússins gat ekki stöðvast á verri tímapunkti en þessum, enda er það eins og svöðusár í miðborg Reykjavíkur.

Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?

Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.

mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Setjum þak á  tónlistarhúsið og leyfum heimilislausum að búa þar. Sýnum smá mannúð. þannig getur það gert mest gagn í kreppunni. Ekki væri verra ef súpueldhús yrði undir því þaki. Held að full þörf sé á því núna.

Svo má klára þetta sem tónlistarhús þegar efnahagurinn réttist því það gerir hann með elju og vilja íslendinga. Við erum öll hluti af þessu basli núna og þurfum að vinna eftir því.

Notum góðar hugmyndir og jákvæðni til að byggja okkur upp. Svo þegar það er búið með auknu fiskiríi og minkun möskvastærðar og sölu vatns og samningum um skuldir okkar á góðum nótum þá gengur þetta.

Svo verður að lækka skatta því að ef það gerist ekki fara þeir annað sem ætluðu að reyna að þrauka hér. Enginn vill verða gjaldþrota og ef skattar lækka ekki verður fólk að fara til að redda sér frá gjaldþroti.

Og hvað þá? 

Við megum ekki missa baráttuviljann. þurfum bara að læra að standa saman að lausnum. það er hagur okkar allra alla vega heiðarlega fólksins. Vona að Ísland sé ekki orðið of spillt til þess. Spillingin er stærðsta hættan núna og hún er vissulega mikil en ef við berjumst ekki þá töpum við.

Getum svo farið að ath. viðræður við aðrar þjóðir um allt mögulegt þ.e. allir þessir viðskiptasamningar sem ég er farin að ruglast í nöfnum á.

Kanski er ég óraunhæf en það hefur reynst mér vel í lífinu að segja við sjálfa mig ég skal þó aðrir hafi sagt að það gangi ekki. þannig hef ég sigrast á ótrúlegustu hlutum. Enda stundum kölluð sérvitur og þykir mér það bara ágætis viðurnefni nú orðið því ég sigraði með mínu viti sem er kallað sérviska.

það hefur bjargað mér. 

Hef heldur ekki fest mig í hefðbundnum lausnum og hefur það með mína þrjósku og viljastyrk að gera.

Við hættum öllu sem ekki skilar gjaldeyri í kassann núna og förum að veiða fiskinn okkar.

Púum á kvótann.

Höfum engu að tapa og allt að vinna. Ætlum við að láta LÍÚ reka okkur út í eymdina? Enn meir en orðið er?

Fyrirgefið en ég fer svo oft út fyrir efnið en hættum að hugsa um tónlistarhús núna. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 19:15

2 identicon

Já getur einhver svarað því hvernig stendur á því að kostnaður fer frá 17 milljörðum í júní 2008 og í 25 milljarða í sumarbyrjun? Svo er líka athyglisvert að Helgi S. Gunnarsson sem var ráðinn nú á dögum sem framkvæmdastjóri fasteignaumsýslu hjá Landsbankanum. Þetta er sami maður og var framkvæmdastjóri Portusar sem var s.k.private partner og átti Tónlistarhúsið, Landsbankinn og Nýsir stóðu að Portusi. Portus rúllaði yfir og var yfirtekið af Austurhöfn sem er í eigu ríkis og borgar. Þar áður var hann hjá Nýsi og það sömuleiðis rúllaði yfir. Nú á þessi maður að bera ábyrgð á gríðarlegum eignum Landsbankans. Getur einhver sagt mér hvað er eðlilegt við þetta? Maður er orðlaus!

Lilja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margir hefðu svarað spurningu þinni játandi, hefðum við unnið í Evróvision!

Er reynum að muna eftir að tala um þetta sem tónlistar- og ráðstefnuhús. Ég var alla tíð andvígur því að spyrða þetta tvennt saman, en hér fengu einhverjir víkingar að ráða, ekki tónlistarfólk.

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband