Dýrkeypt áhætta Bretanna

Æ betur kemur í ljós að bresk sveitarfélög og aðilar sem fóru illa á viðskiptum við íslensku bankana tóku áhættuna þrátt fyrir ráðleggingar um annað verklag og aðvaranir. Áhættan varð þeim dýrkeypt. Ótrúlegt er að sveitarfélög, stofnanir og hagsmunasamtök af ýmsu tagi hafi tekið slaginn og sett peningana við þær aðstæður sem voru uppi. Skellurinn er líka mikill, ótrúlegustu aðilar sem lögðu mikið af fjármunum þar undir.

Bretarnir hafa ráðist að íslensku þjóðinni með mjög ómaklegum hætti, einkum forsætisráðherrann óvinsæli sem er rúinn trausti. Nær væri fyrir þessa aðila að líta í eigin barm.

mbl.is Sniðgengu ráðgjöf um Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Sammála Brown og Darling eiga að skamast sín.Þessi verkamannaflokkur í Bretlandi líka og lýta li eginn barm.Spillngarpakk.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband