Dramatísk herbergjaást Framsóknar

Svolítið dramatískt er að fylgjast með sögunni af Framsóknarflokknum og þingflokksherbergi þeirra. Skil vel rök þeirra fyrir sögulegu hlutverki herbergisins fyrir flokkinn, en hinsvegar er erfitt að skilja hvernig einn flokkur geti hreinlega átt eitthvað herbergi sama hvað gerist, hvort flokkur bæti við sig fylgi eða tapi því. Mér finnst það undarlegt að flokkur með færri en tíu þingsæti geti allavega haldið svo stóru herbergi á tilfinningalegum rökum einum saman.

Vonandi tekst þó að leysa þetta mál. Hinsvegar er augljóst að herbergið verður varla tekið af þeim úr þessu og gegn þeirra vilja. Ætli niðurstaðan verði ekki sú að ríkisstjórnarherbergið svokallaða í þinghúsinu verði gert að þingflokksherbergi VG og ríkisstjórnarfundir (það sjaldan að þeir séu á Alþingi) verði hér eftir í þinghúsinu í gamla þingflokksherbergi Alþýðuflokksins, sem framsóknarmenn vildu ekki vera í.

mbl.is Þeir sitja sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Stebbi.

Ríkisstjórnin fundar ekki í ríkisstjórnarherberginu!  Það er kjarni málsins. Það herbergi er eðilegt að VG fái - þá þarf VG ekki að flytja sig í kjölfar komandi kosninga þegar Framsókn væri búin að sprengja af sér VG herbergið.

Fjölmiðlar og yfirstjórn Alþingis er búin að snúa einföldu máli á hvolf.

Hallur Magnússon, 22.5.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég veit það. Þetta hefur aðallega verið notað sem viðhafnarherbergi fyrir blaðamannafundi og ríkisstjórnarfundi þegar mikið liggur við. Alveg óþarfi að nota herbergi sérstaklega undir það og nægilegt að nota gamla þingflokksherbergi Alþýðuflokksins í þeim notum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband