Munu "hugsjónamennirnir" í VG ekki taka afstöðu?

Lítið virðist fara fyrir hugsjónum í VG ef þingmenn flokksins ætla ekki að taka afstöðu til Evrópusambandsins og sitja hjá í kosningunni. Erfitt er reyndar að lesa í afstöðu vinstri grænna. Þeir seldu hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla og völd - eru að reyna að telja öðrum trú um að þeir hafi enn einhverja stefnu og skoðanir. Slíkt blaður fellur um sjálft sig ef þingmenn VG, hugsjónamennirnir miklu að eigin sögn, ætla bara að sitja hjá og taka ekki afstöðu.

Frá stofnun VG hafa forystumennirnir hreykt sér af því að vera með hugsjón í öllum málum og tjá sannfæringu sína. Væntanlega reynir þessi kosning á, einkum þegar flokksformaðurinn hefur gefið í skyn að hjáseta í svo mikilvægu máli sé eðlileg, hvort sem er út frá hugsjónum eða flokksstefnunni sem virðist kristalskýr. Samviska flokksins birtist reyndar í tali nýrra þingmanna, Guðfríðar Lilju og Ásmundar Einars, sem létu Jóhönnu Sigurðardóttur heyra það eftir ESB-skotna stefnuræðu.

Skiljanlegt er að óbreyttir flokksmenn vinstri grænna hafi áhyggjur af því að völdin hafi verið dýru verði keypt. Einhverjir muni láta hugsjónirnar gossa í þinglegri meðferð ESB-tillögunnar og ætli sér að verða skoðana- og hugsjónalausir vindhanar með því annað hvort að svíkja eigin sannfæringu eða sitja hjá eins og lyddur.

mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er kaldhæðni að sennilega hafa engir selt sig eins hressilega fyrir völd og "hugsjónamennirnir" í forystu vinstri-grænna hafa nú gert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Munurinn á pilsfaldakapítalistum eins og þér og réttsýnum vinstri mönnum er að vinstri menn hafa hugsjónir en fylgja ekki einni flokkslínu sem kemur frá Don Corlione úr Valhöll (lesist LÍÚ).

Guð hefur blessað Ísland - eins og Geir Haarde bað um. Sættið ykkur við það og hættið að grenja eins og smástelpur á blogginu yfir að örlítið réttlæti hafi orðið til við að bola gerspilltum Sjáflstæðisflokki frá völdum. Eða ertu svona vitlaus að þú  sjáir ekki spillinguna? 

Þór Jóhannesson, 21.5.2009 kl. 16:27

3 identicon

Þeir sem koma til með að sitja hjá í svona stóru máli og ætla þannig að hafa kjósendur sína að háði og spoti eru fjórflokkasérfræðingar.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sem betur fer eru einhverjir í þingflokki VG sem telja að virða beri það sem kjósendum var lofað fyrir kosningar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað eiga stjórnmálamenn í öllum flokkum að taka afstöðu til þessa máls samkvæmt eigin sannfæringu, líkt og Steingrímur J. Sigfússon sagði nýlega á blaðamannafundi, þegar stjórnarsáttmáli nýju ríkisstjórnarinnar var kynntur.

Auðvitað á Bjarni Benediktsson að lýsa þessu yfir líka. Allir vita að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafa verið hlynntar ESB aðildarviðræðum og það sama á eflaust við um nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins til viðbótar. Það væri ótrúverðugt og skaðaði Sjálfstæðisflokkinn og VG til langframa yrði jafnvel til þess að þessir flokkar klofnuðu ef að þingmenn væru kúgaðir til skoðanahlýðni í máli sem þessu.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði mjög skýrt um þetta mál, að hagsmunum okkar Íslendinga er betur komið utan við ESB en innan.
Ég geri ekki ráð fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fari á móti ályktun landsfundar.
Ég er sammála Hirti að sem betur fer ætla sumir þingmenn vg að virða vilja kjósenda sinna.

Óðinn Þórisson, 22.5.2009 kl. 10:56

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er Landsfundur Sjálfstæðisflokksins æðri stofnun en eigin sannfæring kjörinna fylltrúa á þing? Ekki það að flestir vita að svo sér raunun heldur gott að heyra auðvaldssinnann Óðinn Þórsson viðurkenna það berum orðum hér á blogginu - annars sammála Guðbirni.

Þór Jóhannesson, 22.5.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband