Vinstri grænir vilja ekki fara í gömlu Moggahöllina

Mér finnst það merkilegast af öllu í athyglisverðri grein Einars Skúlasonar, skrifstofustjóra þingflokks Framsóknarflokksins, um herbergjamálið í þinginu, að vinstri grænir hafa afþakkað skrifstofuaðstöðu í gömlu Moggahöllinni við Aðalstræti. Hversvegna vilja þeir ekki fara þangað?

Á maður virkilega að trúa því að kommarnir hafi enn fordóma í garð húss sem eitt sinn voru höfuðstöðvar Morgunblaðsins, í þá tíð þegar Matthías og Styrmir voru á sínu gullaldarskeiði?

Aumt er það þykir mér. Eru þetta kannski einu hugsjónirnar sem eftir eru hjá vinstri grænum eftir að þeir seldu ESB-afstöðuna fyrir völdin?

mbl.is 14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski vilja þeir ekki fara í Moggahúsið af því það er lengra í burtu...

Hvers vegna fer Framsókn ekki þangað??

Alma (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband