Ríkisstjórn í algjörri afneitun

Mér finnst það algjör dónaskapur hjá Steingrími J. við fólkið í landinu að segja að það skynji ekki hversu alvarleg staðan sé. Nær væri fyrir fjármálaráðherrann að líta í eigin barm og fara að gera eitthvað; taka einhverjar ákvarðanir og sýna fólkinu að stjórnvöld hafi einhverja framtíðarsýn.

Ríkisstjórnin er mun frekar í afneitun heldur en fólkið í landinu. Þessi ríkisstjórn var mynduð stóru gati þegar kom að ríkisfjármálum og hefur aldrei komið með neinar lausnir eða áætlun til að taka á stöðunni.

Reyndar finnst mér Steingrímur J. algjörlega orðinn ráðalaus og áttavilltur þessa dagana. Það er hans vandamál en ekki þjóðarinnar.

Þeir hljóta að vera verulega sárir og reiðir þeir kjósendur sem kusu þennan mann til að taka til hendinni.

mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er áttavilla og ráðleysi Steingríms J. ekki bara hans vandamál.

Það hvílir hvert einasta andartak á þjóðinni og við borgum brúsann

Jón Tynes (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband