Ríkisstjórnin veitir heimilum landsins náðarhöggið

Ég held að vinstristjórnin sé að fara langleiðina með að veita heimilum landsins náðarhöggið með hækkun gjalda á eldsneyti, tóbaki og áfengi. Þetta er eflaust bara byrjunin. Væntanlega bara fyrsti kaflinn þar sem reynt er að krafsa ofan í tóma vasa Jóns og Gunnu úti í bæ. En er eitthvað þar til skiptanna? Mun þetta gamalgróna úrræði vinstriflokkanna duga? Efast um það.

Verkefni fólksins í landinu núna mun á næstunni verða að borga óráðsíu útrásarvíkinganna, sem voru forðum daga í kampavínsboðum hjá forsetasvíninu á Bessastöðum, þeirra sem settu þjóðina á hausinn. Lánin þjóta nú upp úr öllu valdi og vandséð hvernig fólkið í landinu geti náð endum saman.

Á eftir að sjá að fólkið í landinu láti þetta þegjandi yfir sig ganga. Það er að koma sumar og væntanlega megum við eiga von á hitasumri og auknum mótmælum. Nú fer millistéttin í þessu landi að láta í sér heyra.

mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.5.2009 kl. 20:39

2 identicon

Ó nei, við getum ekki bara þagað.  Kannski verður bylting.  

EE elle (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:22

3 identicon

Datt virkilega einhverjum í hug að þetta fólk höndlaði djobbið sitt?
Hvað lifir þessi stjórn lengi..... það verður mjög stutt skal ég segja ykkur... hvað tekur svo við... meira fokk, thats what
Kreppan á íslandi er á svo mörgum levelum....

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband