Virðing Íslands á alþjóðavettvangi stórsköðuð

Ekki er hægt að neita því að virðing Íslands á alþjóðavettvangi er stórlega sködduð. Þegar Svíar vilja ekki setja íslenska fánann á sérstaka fánastöng er illa fyrir okkur komið og orðsporið ekki beinlínis upp á sitt besta. Þetta er það sem við höfum svosem óttast mest: að útrásarvíkingarnir og liðið sem fylgdi þeim hafi dregið okkur öll með sér í svaðið, ekki aðeins peningalega heldur sé orðspor okkar allra farið með þeim.

Óhjákvæmilega læðist að manni sú hugsun að það taki ár eða áratugi að koma málum svo fyrir að Ísland sé virt vörumerki á alþjóðavettvangi að nýju eftir allt útrásarsukkið. Eflaust þurfum við ný andlit til að geta verið andlit á nýrri uppbyggingu. Varla gengur fyrir okku t.d. að senda útrásarforsetann, sem var gestgjafi allra gjaldþrotapésanna sem spiluðu okkur út í horn, til að reisa við orðsporið. 

En kannski er staðan orðin sú að um allan heim vorkenni fólk hinum lánlausu Íslendingum. Ég finn t.d. að Bretar hugsa hlýrra til okkar en illhugur í Downingstræti ber vitni um. Vonum það besta, það takist að rífa sig út úr þessu ólukkans standi.

mbl.is Slepptu íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er afar sárt og leiðinlegt fyrir litlu þjóðina okkar. En fróðlegt væri að vita hvort vinir okkar Svíar hafa gert ráð fyrir fánastöng handa bræðrum okkar Færeyingum? Hafi þeir gert það, þá er þetta þeim mun sárara fyrir okkur sem sjálfstæða, norræna þjóð, en hafi þeir ekki gert það, eigum við „þjáningarbræður“ í Færeyingunum. Ég er sammála þér, Stefán Friðrik, og þakka þér fyrir góðan pistil. Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:10

2 identicon

Þökk sé stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Afleiðing eiknavæðinga, frjálshyggju og einkavinavæðingar. 

Jón Ingvar Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:52

3 identicon

Kommon... það búa 1552 þarna við Eystrasaltið...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er best að láta lítið fyrir sér fara næsta áratuginn eða lengur. Eftir að hafa talað við erlenda vini mína skora Íslendingar ekki hátt, og þeir tala um Íslendinga sem heild eins og okkur öllum er tamt þegar þjóðir eru til umræðu.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 16:44

5 identicon

Ég get ekki gert að því að mér finnst fánar Íslands, Noregs og Færeyjar flottastar og mjög fallegir allir þegar þeir eru saman hlið við hlið.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:24

6 identicon

Það voruð þið Sjálfstæðismenn og Framsóknamenn sem komu þjóðinni í þetta ástand.  Þetta voru einkavinir þínir í Sjallaflokknum mestmegnis með dyggri aðstoð Framsóknarmanna.  Þig eruð ærulaus all til hópa.

Rúnar (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband