Hugsunarleysi verðandi móður í áfengisvímu

Maður er eiginlega alveg orðlaus yfir konunni sem komin sjö mánuði á leið ákvað að skella sér sisvona á fyllerí. Hvað er þessi kona að hugsa? Og þó, er einhver hugsun annars eftir í hausnum á þeim sem ákveða að detta í það með barn undir belti. Eru þær að hugsa um sjálfa sig eingöngu eða einfaldlega ekki neitt?

Væri áhugavert að rýna aðeins inn í huga þeirra sem taka slíka ákvörðun enda er greinilega ekki hugsað um barnið. Og þó, kannski er það of krefjandi verkefni. Þær sem taka þá ákvörðun að eignast barn hljóta að hafa gert sér grein fyrir hlutverki sínu, reyni allavega ekki að leika sér að því að valda barninu skaða.

mbl.is Þunguð kona ofurölvi í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Stefán, ekki veit ég hvað fékk þessa konu út í þetta fyllerísrugl.  Þarna gæti þó legið á bakvið andleg vanlíðan.  Hvar var t.d. verðandi barnsfaðir konunnar?  Þarna gæti legið á bakvið angist í einhverri "vonlausri" stöðu, við vitum það eiginlega ekki.

Við vonum bara að konan læri að meta betur það líf sem hún er undir belti en láti ekki annað stjórna för.  

DanTh, 30.5.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að til er sjúkdómur sem heitir alkóhólismi eða áfengissýki. Einkenni hans eru þau að fólk drekkur þó það ætli sér ekki eða meira en það ætlar sér jafnvel þó öll heilbrigð skynsemi segi að það eigi ekki að drekka.

Þetta er svona eins og að hneykslast á að flogaveikissjúklingur fái flog í miðbænum. "Hvað var hann að hugsa að fara meðal fólks og fá flog?!?!"

Páll Geir Bjarnason, 30.5.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Bumba

Öllu má nú nafn gefa Páll Geir. Það eru sem sagt þá "sjúkdómseinkenni" þegar fór sezt drukkið undir stýri. Því mótmæli ég harðlega. Hef sjálfur búið með alkahólista í 14 ár tæp, að sjálfsögðu er það sjúkdómur, EN hann er líka þannig að fólki er gefið vald og val til þess að halda honum niðri. Og ekkert land veit ég betra í veröldinni en Ísland og meðhöndlun alkahólista þar. Mér finnst þessi endalausa sjúkdómsafsökunarkennig okkar fíkla, (er matafíkill sjálfur á háu stigi), farin satt að segja að ganga svolítið út í öfgar. Með beztu kveðju.

Bumba, 30.5.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband