Sorglegt ár í umferðinni á Íslandi

Minningarkrossinn í Kirkjugarði Akureyrar Enn eitt banaslysið varð í umferðinni í gær. Árið 2006 hefur verið mjög erfitt í umferðinni. 29 hafa nú látið lífið í umferðarslysum, fjöldi alvarlegra slysa verið með ólíkindum mikill og fjöldi fólks í sárum vegna banaslysa í umferðinni. Ég verð að viðurkenna að það er alveg gríðarlega erfitt og nístir inn að beini að heyra fréttir af þessu tagi, hafandi upplifað sjálfur sorgina sem fylgir alvarlegu umferðarslysi og láti einhvers sem stendur manni nærri.

Það sem mér fannst sorglegast að lesa um varðandi þetta slys í gær er að fólk sýnir ekki biðlund er hlúð er að slösuðu fólki. Það er ömurlegt að lesa að fólk sem er á vettvangi slyss af þessu tagi sýnir ekki fólkinu þá virðingu að bíða meðan að hlúð er slösuðum. Þetta nísti mig inn að beini, satt best að segja og maður fer að hugsa um úr hverju fólk er eiginlega gert. Þetta er skelfilegt um að lesa og til skammar fyrir fólk að geta ekki beðið einhverja stund meðan að lögregla og sjúkrabíll geta athafnað sig á svæðinu. Það er enda svo í tilfelli af þessu tagi að þeir sem koma að svona slysi verða að geta unnið sín verk án þess að verða fyrir því að bílar reyni að fara fram úr, eins og sagt er. Sorglegt alveg.

Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með fréttum seinustu vikna af alvarlegum slysum í umferðinni og dapurlegum örlögum fjölda fólks sem látið hefur lífið í þessum slysum. Það blasir við að þetta ár er að verða eitt það sorglegasta í umferðinni hérlendis. Árið 2000 létust 33 í umferðarslysum hér á Íslandi, og er það hið versta síðustu áratugina. Það stefnir því í að þetta ár standi næst því hvað sorgleg slys viðvíkur. Það er nöpur staðreynd. Oft heyrum við sorglegar tölur um lát fólks í bílslysum og ýmsa tölfræði á bakvið það. Á bakvið þessar nöpru tölur eru fjölskyldur í sárum - einstaklingar í sorg vegna sorglegs fráfalls náinna ættingja.

Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu vikna og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa í skelfilegum umferðarslysum á að vera okkur vitnisburður þess að taka til okkar ráða - það þarf að hugleiða stöðu mála og reyna að bæta umferðarmenninguna. Það er lykilverkefni að mínu mati.

mbl.is Einn maður lést í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband