Hrottinn á Nesinu fer fljótt í sama farið aftur

Ekki tók það marga daga fyrir einn hrottann á Seltjarnarnesi, sem réðst á eldri mann á heimili hans og rændi hann, að fara strax aftur í sama farið. Væntanlega er þetta ólánsfólk sem er í eiturlyfjaneyslu og er komið í algjöran vítahring. Algjör sorgarsaga.

Þetta mál leiðir óneitanlega hugann að þeirri grimmd sem er í undirheimunum. Þar er allt gert til að fjármagna næsta skammt og til að halda neyslunni áfram. Þetta kom vel fram í málinu í Garðabæ þar sem barnabarn eldri konu beið úti í bíl meðan amman var rænd.


mbl.is Braust strax inn aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Finnbogason

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.  Þessir gæjar brjóta þó lögin til að stela, annað en "fínni pappírar" sem flá alla þjóðina kinnroðalaust undir merkjum jöfnuðar og sósíalisma.

Björn Finnbogason, 1.6.2009 kl. 03:28

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Máiið telst uppýst og svo bíða þeir bara í 12-18 mánuði þangað til dómur verður kveðinn upp yfir þeim.  Þá bíða þeir í eina6-12 mánuði eftir því að það losni pláss í fangelsi.  Fyrirmyndar landið Ísland.

Guðmundur Pétursson, 1.6.2009 kl. 05:17

3 identicon

Nú er ævinlega talað um að samfélagið þurfi á mannaflsfrekum framkvæmdum að halda. Hvað um að fá fólk af atvinnuleysisskrá (iðnaðar og verkamenn) og afbrotamenn (samfélagsþjónustu) til að byggja í eitt skipti fyrir öll stórt og gott fangelsi svo að þessir afbrotamenn komist sem sem fyrst í afplánun og séu ekki ráfandi um göturnar svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, bíðandi eftir að komast í afplánun. Það mætti líka spara í þeirri fangelsisbyggingu með því að sleppa öllum lúxus, fangelsi þarf að vera hart og kalt til að fólki langi alls ekki þangað aftur.

Þórður Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband