Þolir Susan Boyle frægðina?

Greinilegt er að Susan Boyle hefur algjörlega bugast andlega í öllu því álagi sem fylgt hefur hinni miklu athygli sem fylgdi heimsfrægðinni. Þetta var líka yfirgengileg pressa sem lögð var á þessa fimmtugu skosku konu; konu sem aldrei hafði verið fræg eða sérstök en varð á einni nóttu heimsþekkt og þekkt allt frá Timbúktú til Tálknafjarðar.

Þarf sterk bein til að þola svona velgengni og höndla frægðina ofan á það líf sem Susan Boyle lifði í kyrrþey árum saman. Fyrstu merkin um að Susan væri að bugast komu fram í síðustu viku þegar hún öskraði ókvæðisorðum að ljósmyndurum og fólki sem elti hana út um allt. Hún þurfti svo aðstoð fagmanna til að komast í gegnum úrslitaþáttinn.

Fyrst og fremst vona ég að Susan Boyle fái hjálp til að höndla þessa frægð. Hvað úr frægðinni verður hlýtur að vera aukaatriði.

mbl.is Susan Boyle á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Stefán,vonandi á þetta allavega eftir að gefa Suan Boyle góða og betri framtíð,þarna fer frábær söngkona á ferð og vonandi hjálpar einhver henni áfram,og hún fari ekki í þunglindi,heldur verið björt og glaðlind og haldi áfram að syngja fyrir heiminn,takk fyrir. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 1.6.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband