Davíð Oddsson var alla tíð á móti aðkomu IMF

Mér finnst það undarlegt að það sé meðhöndlað sem einhver ný tíðindi að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi verið á móti aðkomu IMF hérlendis eða unnið gegn henni. Þvert á móti var hann ötulastur í hópi þeirra sem vildu ekki fá þá að borðinu og margar sögur gengið um að andstaða hans hafi tafið málið lengi vel og því ekki undarlegt að gengið hafi á ýmsu í þeim efnum.

Í raun má segja að aðkoma IMF hafi tekið yfir ákvarðanir Seðlabankans eins og æ betur hefur sést á síðustu vikum og mánuðum. Annars finnst mér merkilegt að æ fleiri sjái að varnaðarorð Davíðs fyrir og eftir hrunið og fleiri ummæli hans voru þess eðlis að hann hafi haft rétt fyrir sér allan tímann.

mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er í raun sama samt. Maðurinn skapaði Frankenstein sem gekk berserksgang og sogaði til sín lánsfé frá öðrum löndum. Íslendingar lifðu á peningum frá öðrum löndum, það kallaði Davíð hið mikla góðæri.  Lánasukk sem við fengum aftur í hausinn af því að ríkið hafði ekki taumhald á þenslu bankanna frá byrjun. 

Hann Davíð getur ekki fríað sig ekki frá þessu þó hann sé fjarri því að vera eini leikmaðurinn í spilinu.

Ari (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ekki vil ég "hagstjórn" maffíuforingjans......en hann "bauð" IMF til 'islands....ef maður setur hlutina í samhengi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Stefanía

Ég er ein af þeim sem hef aldrei efast um Davíð, hann er heill í gegn.

Stefanía, 3.6.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.facebook.com/ext/share.php?sid=119361686208&h=hUeaO&u=G4EHw&ref=nf

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2009 kl. 01:39

5 identicon

Sagan mun sýna það, eins og Stefán Friðrik bendir á, að Davíð hafði rétt fyrir sér í öllum aðalatriðum málsins. Margt á enn eftir að koma fram, sem mun staðfesta það.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 02:09

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Stefán, þessu hef ég líka haldið fram allan tímann. 

Betur ef hlustað hefði verið á karlinn - gaman væri að vita hvaða ráðherrafífl bað hann um að "dramatisera ekki hlutina" þegar hann tilkynnti ríkisstjórninni að bankakerfið væri við það að falla á hliðina.

Ég held að sá aumi einstaklingur þurfi að koma fram fyrir alþjóð og biðjast afsökunar ??

Sigurður Sigurðsson, 3.6.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Ari þetta hatursrugl á Davíð hefir ekkert með AGS að gera.Auðvitað átti að setja lög á þessa glæpamenn sem sólunduðu peningum sem ekki voru til.Ég spyr hefðu þau lög fengið hljómgrun hjá pressuni forsetanum og stjórnarandstöðu og svo Samspillinguni?

Haraldur Huginn Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband