Jóhanna gerir einræðisvaldinu í Kína til góðs

Á fimmtudag eru tveir áratugir liðnir frá því einræðisstjórnin í Peking valtaði með skriðdrekum yfir námsmenn á torgi hins himneska friðar, kæfði mótmæli þeirra og baráttu fyrir mannréttindum. Forsætisráðherra Íslands þorir ekki á þeim tímamótum að hitta Dalai Lama og með fylgja utanríkisráðherrann, forsetinn og fjármálaráðherrann. Einræðisvaldið í Peking hlýtur að vera mjög ánægt með Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, og Steingrím J. Sigfússon. Eru einhverjir aðrir ánægðir með dugleysi þeirra?

Öll þora þau ekki að hitta Dalai Lama og reyna með því að þóknast einræðisvaldinu í Kína, gera kommunum í Peking til góða. Ekki hægt annað en hafa hreina skömm á þessum aumingjaskap þeirra sem fara með völd hér á Íslandi. Össur flúði úr landi í einhverja Evrópureisu til Möltu þar sem hann er að reyna að læra eitthvað af inngöngu þeirra í Evrópusambandið. Lítur þar út eins og Eiríkur Fjalar. Þvílíkur ræfilskapur í þessum manni.

Ólafur Ragnar sýndi svo smáborgarlegt eðli sitt með því að fara á Smáþjóðaleikana og snakka við forseta Kýpur. Og Jóhanna og Steingrímur segja auðvitað ekki múkk. Hvað hefði formaður VG sagt ef sá flokkur væri í stjórnarandstöðu núna? Mikið var víst reynt að koma á fundi Jóhönnu og Dalai Lama en í forsætisráðuneytinu er ekki þorað að taka skrefið. Hún þorir ekki að feta í fótspor Lars Løkke Rasmussen.

Katrín Júlíusdóttir og Ögmundur Jónasson reyna að bjarga því sem bjargað verður hjá þessari sambandslausu ríkisstjórn og hitta Dalai Lama. En það dugar skammt. Fjarvera þeirra ráðherra sem mestu skipta og útrásarforsetans er hróplega áberandi og þeim til mikillar minnkunar. Þar er enn og aftur verið að hugsa um hag Kínverja, ekki megi styggja einræðisvaldið í Peking.

mbl.is Mótmæla fundum íslenskra ráðamanna með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Nú skyggir  pólitísk heift á  alla  skynsemi í skrifum þínum, Stefán.

Eiður (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 17:49

2 identicon

sama er mér :)

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Þetta eru allt lyddur og ......... ég ætla ekki að segja neitt meira. Þau hafa sýnt sitt eðli rækilega.

Hafsteinn Björnsson, 2.6.2009 kl. 22:18

4 identicon

Það var nú ekki hátt risið á ykkur Sjálfstæðismönnum undir forustu Davíðs og Björns þegar þið komuð upp fyrstu fangabúðunum upp í Njarðvíkunum um árið.   Þið eruð kannski búinir að gleymað því kallarnir.   Þar var undirlæjuháttur mannsins alger.  Brutu lög meira að segja ef ég man rétt.  En skipuðu litlu síðar fangabúðarstjórann sjálfa í embætti lögreglustjóra í Reykjavík. 

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 23:29

5 identicon

Jóhanna hefur hægt um sig því þá missum við kannski stóra samninga um þróun jarðvarmavirkjanna? Pæling.

Ari (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 00:39

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Rúnar: Ég skrifaði harkalega gegn dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í Falun Gong málinu. Hef alltaf verið samkvæmur sjálfum mér hvað varðar Kínastjórnina. Skiptir engu máli hverjir eru lyddur Kínastjórnar og í meðvirkni með þeim. Hef gagnrýnt þá alla. Breytir engu hvort það er Sólveig Pétursdóttir eða Jóhanna Sigurðardóttir.

Eiður Guðnason: Ég veit að þú varst sendiherra á þessum slóðum og hefur sterkar taugar til málanna. Geri engar athugasemdir við það. Mín tjáning á þessum málum hefur alltaf verið skýr og fer ekki eftir íslenskum flokksböndum. Var mjög ósáttur í Falun Gong málinu 2002 og skrifaði harkalega gegn ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. Ég er heilsteyptari en svo að tala bara gegn Kínastjórn nú og verklagi þeirra sem vildu ekki hitta Dalai Lama.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.6.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband