Sterk staða hjá James Bond og Mýrinni

Daniel Craig Það er greinilegt að nýjasta James Bond myndin hefur gengið vel í bíó hérlendis. Nú hafa rúmlega 44.000 manns séð myndina frá upphafi fyrir mánuði og er hún að verða ein af mest sóttu myndum ársins í bíó. Það er svo sannarlega verðskuldað, enda er þetta besta Bond-myndin að mínu mati frá dögum Sean Connery og George Lazenby í hlutverkinu. Allavega var ég virkilega sáttur í umfjöllun minni um myndina, sem er klassísk sýn á Bond með fortíðarnostalgíu.

Kvikmyndin Mýrin, í leikstjórn Baltasar Kormáks og eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, er enn á topplistanum, þrem mánuðum eftir frumsýningu. Nú hafa 80.000 manns séð myndina og hún er orðin ein af vinsælustu íslensku kvikmyndunum. Það er greinilegt að landsmenn eru hrifnir af því að sögur Arnaldar verði kvikmyndaðar. Skýr skilaboð eru allavega í aðsókninni á Mýrina, enda er hún vinsælasta kvikmynd ársins í íslenskum kvikmyndahúsum.

mbl.is James Bond fer hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband