Sjálfskaparvíti Steingríms - hræsni vinstri grænna

Á mettíma er Steingrímur J. Sigfússon orðinn meiri pólitískur vindhani en Össur Skarphéðinsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Afrek það. Hálfgerð tragedía að fylgjast með honum éta upp allt sem hann hefur sagt síðustu mánuði og virða að vettugi pólitíska siðferðið sem hann hefur verið svo ötull talsmaður fyrir. Innistæðan fyrir siðferðinu og gegnsæinu er frekar lítil þegar á reynir.

Steingrímur J. er orðinn annar maður en hann var fyrir nokkrum mánuðum. Halldór rissar þetta flott í Mogganum í dag með Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Ekki fjarri lagi. Hann hljómar orðið eins og gísl sem les upp skrifaðan texta af blaði algjörlega án tilfinninga og er hálf afsakandi við að verja það sem hann gerir og kennir öðrum um. Hálf vandræðalegt. Er þetta breytingin sem kosin var í vor?

Þetta er hálfgerð froða. Er ekki í vafa um að margir eru frekar vonsviknir, einkum þeir sem treystu honum fyrir atkvæðinu í vor. Ein mesta hræsnin er reyndar afhjúpuð með því að leggjast gegn því að Icesave-díll BarnalánsSvavars fari í þjóðaratkvæði. Var þetta ekki flokkurinn sem vildi meira beinna lýðræði og virkja þjóðaratkvæðið?


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eiginlega hálfnöturlegt að sjá pólitíkina á Íslandi í dag. Allt er að fara til andskotans, en menn reyna samt að skora stig með því að kynda undir pópulískan áróður. Vissulega hlýtur það að vera freistandi fyrir forystumenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að nýta sér hysteríska afstöðu almennings til IceSafe samninganna, en með því eru þeir reka þjóðina út á nöfina, á tíma þegar þeir eiga að sýna stillingu og leiðsögn. Allir ábyrgir stjórnmálamenn vita að þessi samningur er nauðsynlegur, enda viðurkenndi síðasta ríkisstjórn ábyrgð Íslendinga í málinu. Allir ábyrgir stjórnmálamenn vita líka að ef þessi samningur verður felldur verður framtíð landsins stefnt í voða, því að með því mun öllum samskiptum Íslendinga við umheiminn verða stefnt í voða. En lágreistir stjórnmálamenn nota sér hvert tækifæri til að afla sér fylgis, hvaða afleiðingar sem það hefur fyrir þjóðina. Þess vegna reyna forystumenn flokkanna tveggja sem mesta ábyrgð bera á þeim vandræðum sem við stöndum nú í að grafa undan IceSafe samkomulaginu, þótt þeir hafi ekki nokkur einustu svör um hvað annað eigi að gera í þessari erfiðu stöðu. Ekki hlakkar minnst í þeim þegar þeir hengja bakarann (SJS) fyrir smiðinn (DO).

GH (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband