Mun Eva Joly drepa íslenska vinstribastarðinn?

Eva Joly er heldur betur búin að niðurlægja vinstristjórnina með yfirlýsingum sínum. Mun hún drepa  íslenska vinstribastarðinn? Flugeldasýning hennar hefur sýnt og sannað að þeir hafa ekkert gert með ráðleggingar hennar. Þetta var sýndarmennska - hefur sennilega átt að vera heilbrigðisvottorð fyrir vinstriflokkana inn í þingkosningar.

Nú kemur í ljós að þeir hafa ekki búið henni þá vinnuaðstöðu sem hún vildi og í raun aldrei viljað að hún tæki til. Hún var einfaldlega stoppuð í kerfisbákninu sem Steingrímur J. og Jóhanna hafa verið týnd í árum saman - enda bæði möppudýr par excellance.

Ég tel að vinstriflokkarnir hafi búist við allt öðru þegar þeir réðu Evu Joly til verksins en að hún myndi sparka svo eftirminnilega í þá og afhjúpa vanhæfi þeirra til að taka á vandanum.

mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Ekki víst  að þessi Bessastaðastjórn vilji láta grafa djúpt.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Halla Rut

Eru þeir bara ekki jafn hræddir og allir hinir embættisáskrifendurnir um að ALLUR sannleikurinn komi í ljós. Þvílík flækja af spillingu.

Halla Rut , 11.6.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband