Gunnar Birgisson mun hætta sem bæjarstjóri

Mínar heimildir herma að Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hafi ákveðið að hætta sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og kynni endalok stjórnmálaferils síns á næstu dögum. Hann muni láta af störfum bráðlega, væntanlega verði eftirmaður hans kjörinn á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn í næstu viku. Þá muni Sjálfstæðisflokkurinn velja annan mann í stólinn og Margrét Björnsdóttir taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs.

Þessi niðurstaða er rökrétt og eðlileg. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi að horfa fram á veginn og gera upp leiðindamálið í tengslum við viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun. Gunnar varð að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins og Kópavogsbæjar í þeim efnum og jákvætt muni svo fara.

mbl.is Segist hafa stuðning flokksmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

ég geri þá ráð fyrir að sjálfstæðismenn í kópavogi ætli að skipta út meirihluta bæjarfulltrúa ætli þeir virkilega að taka til. Eða hvað?

Þeir vissu af þessum dótturfyrirtækja gjörningum sem og  fleiri viðlíka gjörningum sem eru al talaðir. Vonandi líta þeir einnig í eigin barm hinir og stíga alfarið frá borðinu. 

Kristján Logason, 11.6.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skorrdal: Vegna þess að Gunnar Ingi Birgisson hefur umboð sitt úr prófkjöri sjálfstæðismanna og leiðir lista þeirra. Hann situr í umboði Sjálfstæðisflokksins. Hver og einn frambjóðandi og kjörinn fulltrúi hefur umboð til einhvers flokks eða flokkskjarna. Bregðist það traust er lítið eftir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.6.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gunnar er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Það umboð fékk hann í prófkjöri. Hann ætlar sér að sitja áfram sem bæjarfulltrúi svo það er verið að velja nýjan flokksleiðtoga með brotthvarfi hans. Annars helst þetta saman í hendur, umboð bæjarbúa og flokksmanna, eins og ég segi með þessu. En hann er fulltrúi stjórnmálaflokks.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.6.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband