Brotthvarf Gunnars - hver verður nýr bæjarstjóri?

Mér finnst það virðingarvert að Gunnar Birgisson hafi ákveðið að taka hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og Kópavogsbæjar fram fyrir sína eigin og fallist á að víkja af bæjarstjórastóli. Gunnar hefur leitt lista Sjálfstæðisflokksins í fimm kosningum í röð og hlotið fimm bæjarfulltrúa í þeim öllum. Hann skilur við gott starf í valdatíð flokkanna tveggja allt frá 1990, enda mikil og öflug uppbygging verið í Kópavogi allan þann tíma.

Ákvörðun Gunnars vekur spurningar um forystumál Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi - eðlilega er spurt hver verði næsti bæjarstjóri og leiði flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við blasir að Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson eru líklegastir til að taka við embættinu úr bæjarfulltrúahópnum. Gunnsteinn vann Ármann í kosningu um annað sætið á listanum fyrir síðustu kosningar.

Svo er auðvitað ekki óhugsandi að leitað verði út fyrir hópinn. Einn kosturinn er að Framsóknarflokkurinn fái bæjarstjórastólinn. Slík niðurstaða yrði samt nær óhugsandi einkum í ljósi þess að Framsókn galt afhroð í síðustu kosningum og hefur varla umboð til að taka við stjórninni. Eðlilegt sé að sjálfstæðismaður setjist í stólinn og klári kjörtímabilið.

mbl.is Gunnar bauðst til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

furðulegt að segja orðið virðingarvert þegar orðið aumkunarvert á frekar við.

sigurður jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 01:21

2 identicon

Hvernig er hægt að sjá það út úr þessu fíaskó að það sé eitthvað virðingarvert við þetta hjá Gunnari?  Allt þetta mál er honum til skammar og ótrúlegt að hann sé ekki fyrir löngu búinn að "gera það rétta".

Það að vera hálfpartinn þvingaður, neyddur í burtu og þræta fyrir þetta fram í rauðan dauðann þó sannanir liggi fyrir er ekki það sama og að axla ábyrgð á þann máta sem sómi er að. 

Tómas (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 07:40

3 identicon

Ég sé engar skýrar fréttir um að GIB sé að víkja. Þvingi Framsókn hann til þess þá er það slit á samvinnu. Sjálfstæðsflokkurinn hefur hafnað boði Gunnars að hætta. Eitt er að bjóðat til að hætta, annað að segja af sér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:56

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gísli: Ég er að vitna til heimilda minna. Ég hef heyrt miklu meira um hvað er að gerast þarna en fram hefur komið í fréttum. Það er alveg ljóst að Gunnar mun hætta. Hann hefur ákveðið að víkja úr bæjarmálum á næsta bæjarstjórnarfundi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.6.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband