Örvænting í svipbrigðum Jóhönnu og Steingríms

Heldur er það nú raunalegt að fylgjast með Steingrími J. og Jóhönnu tala um Icesave-samkomulagið þar sem þau ætla að stóla á stjórnarandstöðuna til að koma því í gegnum þingið. Örvæntingin er algjör - þessi díll er þeim ekki fastur í hendi í eigin liðsheild, enda fjórir eða fimm þingmenn VG sem ætla að greiða atkvæði gegn því.

Nú á að biðla til Sjálfstæðisflokksins að bjarga þessari hrörlegu vinstristjórn frá háðuglegu falli. Sjálfstæðisflokkurinn á að greiða atkvæði gegn þessum samningi, enda er ekki samið um þetta á þeirra vakt. Vinstriflokkarnir verða að sitja uppi með þennan samning og taka afleiðingunum.

Ekki er nú mikið eftir af hugsjónastjórnmálamanninum Steingrími J. frá Gunnarsstöðum. Hann getur ekki litið beint upp og framan í myndavélina þegar hann talar um þennan samning. Fáir menn hafa misst meiri trúverðugleika á skemmri tíma en hann.

Er ekki spurt aðallega um sannfæringu þingmanna? Eða hvað? Voru ekki að berast sögur um að Steingrímur J, sem vildi víst forðum daga að hver og einn kysi eftir sannfæringu hafi hellt sér svo harkalega yfir Lilju Mósesdóttur að hún brast í grát?

mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jæja Stebbi... nú gerist þú djúpur.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.6.2009 kl. 15:39

2 identicon

Bilunin er með slíkum eindæmum að til eru þingmenn sem ætla að skrifa undir samning sem þeir hafa aldrei lesið og fá ekki að lesa vegna þess að þeir sem eru að kúga þjóðina, Bretar og Hollendingar, banna að innihald samningsins er kunngert.

Er allt í lagi með stjórnarþingmennina?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ætli Davíð hlæi ekki núna og hugsi kannski svona? "látum vinstristjórnina þrífa skítinn eftir okkur og svo tökum við sjálfstæðisMENN aftur við"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.thaivisa.com/forum/Icesave-Sht-Creek-Expats-Troub-t216509.html

sjá hér ÖRVÆNTINGU!!!

"Prime Minister Geir H. Haarde shouldn't be pissed off with the EU countries but merely with himself and his Central Bank and 2 or 3 large Icelandic Banks (IMG:style_emoticons/default/dry.gif) After all Iceland didn't want to belong to the EU in the first place so WHY being pissed of with the EU ? (IMG:style_emoticons/default/huh.gif)
It's a country with 300,000 people for Xsake...and they put themselves in shite, nobody else did.

In The Netherlands they attracted some 50,000 people*** who stashed their savings with ICESAVE (lured by high interest rates) and contrary to what happened in the UK, ICESAVE Holland was not allowed to close their Bank-website ....BUT....showing some clients on television, it was IMPOSSIBLE for them to get access to the website in order to try and transfer money from their accounts into saver haven.

Iceland's Prime Minister Geir H. Haarde shouldn't blame others....but himself, his Central Bank and the regulators, controlling the other banks. (IMG:style_emoticons/default/dry.gif)


*** The Dutch clients of ICESAVE- Iceland are able to collect (lot of trouble, but still) the first € 20,000 savings from the Icelandic Goverment and the rest they're hopefully (for them) able to collect from the Dutch Government, which in fact, I find rather stupid; if you're that greedy to put your money on an iceberg and the iceberg melts...it's your own fault."

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 19:34

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hvað með þetta Anna mín.

Rangt er rangt þó það sé sagt á útlensku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.6.2009 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband