Hver verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi?

Mikið verkefni bíður sjálfstæðismanna í Kópavogi þegar velja þarf eftirmann Gunnars Inga Birgissonar sem bæjarstjóri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ekki koma margir til greina en þrjú nöfn standa þar væntanlega upp úr; bæjarfulltrúarnir Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson og alþingismaðurinn Jón Gunnarsson, sem verið hefur formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.

Eigi úrslit prófkjörs að ráða er einsýnt að Gunnsteinn verði bæjarstjóri en á móti kemur að Ármann hefur verið bæði þingmaður og lengur bæjarfulltrúi en Gunnsteinn. Þetta er ákvörðun sem bæjarfulltrúahópurinn verður væntanlega að taka, en þeirra er að velja forystumann milli kosninga. Svo er auðvitað ekki óhugsandi að fleiri nöfn komi til greina eigi að velja bæjarstjóra úr hópi manna utan bæjarstjórnarflokksins.

Sé ekki full samstaða um nýjan leiðtoga er ekki óeðlilegt að virkja fulltrúaráðið til að kjósa nýjan leiðtoga og láta það taka ákvörðunina. Mikið vandaverk er að velja leiðtoga án prófkjörs. Úrslit prófkjörs hefur þar alltaf mikið að segja eigi ekki að virkja fulltrúaráðið. Mest um vert er að sjálfstæðismenn í Kópavogi velji þann forystumann sem þeir telja sterkastan og vænlegastan í baráttuna framundan.

mbl.is Fundað um eftirmann Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef lýð´æðir fær að ráða fólið sem kaus í síðustu kosningum þá er það að sjálfsögðu Gunnsteinn sem verður bæjarstjóri. Nú ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda áfram að setja menn á móti vilja fólksins þá þeir um það

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Er ekki nóg komið af hneykslismálum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem annarsstaðar? Það væri að bíta höfuðið af skömminni að velja til bæjarstjóra einhverja  af mannleysunuma sem hafa myndað hirð Gunnars Birgissonar á umliðnum árum, setið og staðið eins og hann skipaði án þess að hafa nokkra sjálfstæðs skoðun. Ætlar Framsóknarliðið í Kópavogi að kokgleypa allar vammir Sjálfstæðisflokksins? Það var einmitt Gunnar Birgisson sem hleypti af stað þeirri skelfilegu byggingarskriðu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er að sliga þar öll sveitarfélög. Það man það kannski einhver að sá sem var tregastur til að fara út í ævintýramennskuna í lóðaúthlutunum og fylgja þar með frumkvæði Gunnars var R listinn í Reykjavík og fékk fyrir vikið óbótaskammir frá minnihlutafulltrúum í Borgarstjórn Reykjavíkur. En það er víst lítil líkindi til að Framsóknarmenn undir forystu Ómars Stefánssonar geri annað en það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi ákveður. Ómar verður að gjalda keisaranum Gunnari það sem keisarans er. Það fór ekkert leynt að það var Gunnar sem "lánaði" Ómari fullt af atkvæðum í prófkjöri og náði hann þar með efsta sætið á lista Framsóknarmanna gegn því loforði að gera aldrei kröfu til að verða bæjarstjóri. Og hvar er arfurinn frá Sigurði Geirdal? Sigurður var í fyrstu aðeins eini bæjarfulltrúi Framsóknar en tókst þó að verða bæjarstjóri í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Sigurður féll frá langt um aldur fram hafði honum tekist að fjölga bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins úr 1 í 3. En hvað eru þeir margir í dag? Aftur er tala þeirra komin í 1 og búnir að afsala sér bæjarstjóraembættinu fyrir að fá að sigla í pólitískum farkosti Gunnars Birgissonar.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband