Samstaða næst ekki um eftirmann Gunnars

Orðrómur um að Gunnar Birgisson reyni að sitja áfram sem bæjarstjóri í Kópavogi gefur til kynna að samstaða hafi ekki náðst meðal bæjarfulltrúa um að einn þeirra taki við af Gunnari. Greinilegt er að baráttan milli Gunnsteins Sigurðssonar og Ármanns Kr. Ólafssonar hefur orðið það harðvítug og erfið að ekki sé hægt að velja á milli þeirra.

Miðað við úrslitakosti Framsóknarflokksins og afstöðu minnihlutans um að Gunnar víki er hættuspil hjá sjálfstæðismönnum að skipta ekki um bæjarstjóra þegar þeir hafa til þess tækifæri. Vandséð er hvernig Framsóknarflokkurinn geti bakkað úr þessari atburðarás og sætt sig við að Gunnar sitji áfram eftir stórar yfirlýsingar.

Boltinn er hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Auðveldasta niðurstaðan fyrir þá er að lýsa yfir stuðningi við Gunnar þar sem engin samstaða næst um annan en hann. En þá eiga þeir á hættu að dæma sig til minnihlutavistar og önnur framboð myndi meirihluta. Sjálfstæðismenn hljóta að geta landað þessu máli traust.

mbl.is Vilja ekki að Gunnar hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í hádeginu var fundur í ,,súpufélaginu" en þar eru stóru ákvarðanirnar teknar í þjóðfélaginu. Fulltrúar okkar úr innsta hring Sjáfstæðisflokksins í Kópavogi, sögðu hópnum að Gunnar hefði ljáð máls á því að fara í frí, úr bæjarstjórastónum, en þá væri vandamálið hver ætti að taka við. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri og vill vera þar, auk þess sem hann hefur ítrekað sagst vera á leið úr pólitíkinni. Þar sem hann er mjög orðheldinn, er ekki talið líklegt að á því verð breyting. Ármann Ólafsson var ekki lengi verkefnalaus, og er sagt að mikið þurfi til að fá hann úr skemmtilegum verkefnum. Líklegust til þess að gefa kost á sér var Margrét Björnsdóttir sem er í 6 sæti.

Það sem er talið hafa breytt stöðunni er að þeim mun fleiri sem hafa lesið skýrslu Deloitte um Frjálsa miðlun, þeim mun fleiri vilja hafa Gunnar áfram í starfi bæjarstjóra. Auk þess sem menn telji að framganga Gunnars s.l. 18 ár gefi ekki tilefni til þess að hvetja hann til þess að hætta snögglega.

Samkvæmt síðustu fréttum er aðeins einn orðaður við stöðuna, ef Gunnar ákveður að gefa ekki kost á sér. Nafni fæst ekki gefið upp en viðkomandi er, bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill.

Orðrómur er hér fyrir sunnan að viðkomandi hafa lengi barist fyrir að ná stöðunni og hafi beitt til þess öllum brögðum.

Sigurður Þorsteinsson, 15.6.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

En hálfbróðir Gunnars, Kristinn H. Gunnarsson? Er hann ekki á lausu?

Kristinn er afskaplega góður í reikningi, enda menntaður stærðfræðingur.

Og þá mundi sannast hið fornkveðna,, Ber er hver að baki nema sér bróður eigi"

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.6.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband