Aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar

Stóra niðurstaðan í öllum fundahöldum stjórnvalda um niðurskurð og stöðu ríkisfjármála er ekta vinstrisinnuð. Ekki verður lagt í niðurskurð af neinu tagi heldur verða skattar nær einvörðungu hækkaðir upp úr öllu valdi. Ekki þarf að efast um að allar hækkanirnar fara beint út í vísitölu neysluverðs og hringavitleysan verður algjör.

Þetta er algjör aumingjaskapur, algjör uppgjöf í verkefninu framundan. Er betra að lengja vandann og þora ekki að takast á við verkefnið? Hversu miklar byrðar geta heimilin í landinu tekið á sig í viðbót við allt annað?

mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki oft sammála þér, en er það núna.

Við getum þó huggað okkur við eitt, og það er að Sjálfstæðisflokkurinn getur stöðvað þessa vitleysu eftir einungis 3 daga - með því að sýna ábyrgð og hafna Icesave samkomulaginu sem mun hneppa þjóðina í fjötra í margar kynslóiðir.

Jóhanna hefur viðurkennt að ekki sé meirihluti í stjórninni fyrir þessu, og ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessu frumvarpi, þá er stjórnin fallin og möguleiki á að koma að nýrri stjórn fólks sem þorir og getur.  

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar stingur öndunarvél stjórnarinnar enn eina ferðina í samband, og undirritar aftökuskipun þjóðarinnar, þá verður ekki aftur snúið og landið verður búið að vera.

Það þarf að koma þessari stjórn frá, ekki seinna en strax.

haukur (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Sigurgestur Guðlaugsson

þetta setur niðurskurðarhugmyndir ISG fyrir utanríkisráðuneytið í haust í sitt rétta ljós.

Sigurgestur Guðlaugsson, 16.6.2009 kl. 14:39

3 identicon

Þetta er sorglegt Stefán. 

Ef við Sjáflstæðismenn værum enn við stjórn þá værum við búnir að halda áfram okkar góða starfi við að draga úr þenslu ríkissins eins og við höfum keppst við síðustu 17 ár.  

 Hvergi í Evrópu hafa ríkisumsvif og afskipti ríkissins dregist eins mikið saman eins og á íslandi undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Það er gífurlega áríðandi að við hverfum af þessari vinstri braut, höldum áfram að lækka skatta á láglaunafólk, drögum enn meira úr ríkisumsvifum og afskiptum, og skerum niður eins og okkur Sjálfstæðismönnum einum er lagið.

Mer finnst það jaðra við landráð þegar Samfylkingin og VG stálu völdum og stoppuðu það stórkostlega endurreisnarstarf sem Geir H Haarde hafði hafið, þá strax að hruni loknu.  Þar var kominn hinn sanni faðir Íslands og var byrjaður að snúa við öllum steinum til að koma okkur uppúr þessari lægð sem alþjóðafjármálakreppan skapaði hér.

 Lifið heil. 

Guð blessi ísland

Kristján Þór Finnsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:34

4 identicon

Innilega sammála !

Var að tala við vin minn í Kanada, þarlend stjórnvðld hafa LÆKKAÐ skatta og ýmsa aðra liði til að ÖRVA atvinnulífið og reyna að minnka áhrif kreppunar.

Akkúrat sem þarf að gera, en ekki hækka allt til að DREPA allt niður.

En í Kanada er greinilega stjórn sem greinilega skilur hagfræði ! Skrýtið hvað þetta vefst allaf fyrir vinstri mönnum.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband