Ragnheiði Elínu Clausen hent út af facebook

Ég ætlaði varla að trúa því þegar ég heyrði að Ragnheiði Elínu Clausen, hinni indælu og notalegu sjónvarpsþulu til fjölda ára, hefði verið hent út af facebook, væntanlega vegna þess að hún hefði verið klöguð eða tekin atlaga gegn henni með einhverjum hætti. Eðlilegt er að spyrja sig hvort hver sem er geti hent öðrum einstakling út af facebook með samþykki yfirstjórnar síðunnar án þess að hafa nokkuð af sér gert.

Ragnheiður Elín hefur verið facebook vinur minn mjög lengi. Hún hefur þar tjáð sig um stöðuna í samfélaginu, verið með myndir úr sínu lífi og gert allt það sem við teljum eðlilegt að gera að öðru leyti á opnum samfélagsvef í samskiptum við vini eða kunningja. Meðferðin á henni er því frekar dapurleg og vonandi að hún fái sín persónulegu gögn til baka og auðvitað helst síðuna sína opnaða aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Veistu hvað? Öðru fólki sem er ekki þekkt hefur líka verið hent út af engri skiljanlegri ástæðu og án þess að feisbúkk útskýri eða svari neinum póstum. Já t.d. mér var hent út fyrir viku En það virðist lítið hægt að gera þegar stjórnendur síðunnar sjá sér ekki einu sinni fært að svara póstum sem þeir berast.

Dúa, 24.6.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Var lokað á hana án nokkurrar gefinnar ástæðu?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.6.2009 kl. 10:02

3 identicon

Á hún þessi persónulegu gögn?

Á ekki Facebook núna þessi persónulegu gögn?

Björn I (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband