Söguleg áhrif í trúarlegu ljósi

Þó ég sé ekki kaþólskur hef ég jafnan borið mikla virðingu fyrir þeirri trú. Eflaust réði miklu þar persónuleg virðing á Jóhannesi Páli II sem var lykilmaður bæði í endalokum einræðis kommúnista í austurhluta Evrópu og í trúarlegum áherslum. Hann var friðarhöfðingi sem vann málstað sínum fylgis og stuðnings með einlægni og kærleika - hafði meiri áhrif með því en þeir sem fóru fram með vopnavaldi og grimmd.

Hann fór í 104 opinberar heimsóknir, heimsótti 129 lönd, varði 822 dögum embættisferils síns, 2 árum og 3 mánuðum, í ferðir utan Vatíkansins. Hann flutti 20.000 ræður og ávörp og veitti rúmlega 1000 áheyrnir í Vatíkaninu sem 17 milljónir og 800.000 manns sóttu. Hann átti fundi með 1.600 stjórnmálaleiðtogum þar af 776 þjóðarleiðtogum og tók 482 menn í dýrlingatölu sem var meira en allir forverar hans höfðu gert í 400 ár.

Mikið afrek, enda eru áhrif hans mikil og framlag hans engu minna virði í sögulegum endalokum austurblokkarinnar en stjórnmálamanna, meira ef eitthvað er. Hann þorði að stíga skrefið á viðkvæmum tímum, einkum fyrir Pólland þegar aðrir þorðu því ekki, en með kærleik að leiðarljósi. Ber virðingu fyrir þessu og tel hann lykilmann í stjórnmálum, einkum vegna þess að hann þorði meðan pólitíkusar sátu hjá.

Eftirmaður hans hefur verið mun umdeildari og ásýnd kaþólskrar trúar eilítið breyst. Hann mun sitja mun skemur og í raun alltaf í skugga Jóhannesar. Mér finnst það samt svolítið merkilegt að horfa á þetta skuespil um jarðneskar leifar Páls postula. Ætli þeir í Vatikaninu telji að fólk trúi þessu? Efast stórlega um það.

mbl.is Leifar Páls postula fundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband