Ólafur Ragnar flæktur í málefni sjeiksins

Ekki lítur það vel út fyrir forsetaembættið ef Ólafur Ragnar Grímsson er mjög tengdur sjeiknum frá Katar og málefnum hans, sérstaklega ef persónuleg tengsl eru milli forsetahjónanna við manninn. Ólafur Ragnar ætti reyndar að fara að hugsa um stöðu forsetaembættisins og hugleiða alvarlega afsögn af forsetastóli, trúverðugleika forsetaembættisins vegna.

Hann er algjörlega rúinn trausti eftir hrunið og hefur lítinn sem engan trúverðugleika lengur, sérstaklega ef hann er orðinn tengdur rannsókn sérstaks saksóknara. Vandséð er hvernig hann geti farið af valdastóli með hreinan skjöld, enda óneitanlega tengdur hruninu og eiginlega féll hann með útrásarvíkingunum sem hann flaug með á heimsenda.

mbl.is Forsetinn útilokar ekki aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þurfa að kanna hvort forsetinn og hans kona hafi notið fjárhagslegra velgjörða hjá bönkunum. Forsetafrúin er sögð stórtæk í skartgripaviðskiptum. Naut hún óeðlilegra lánafyrirgreiðslna í útrásarbönkunum?

Guðrún (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband