Harkaleg vinnubrögð hjá Evrópusambandinu

Eftir að hafa lesið um hversu harkalega Bretar og Hollendingar sóttu að Íslendingum í skjóli Evrópusambandsins og með góðvild þeirra, á ráðherrafundinum sem Árni M. Mathiesen sat, er vandséð hvað er jákvætt og gott við aðild að ESB. Ég held reyndar að Icesave-samkomulagið sé augljóst merki um að Samfylkingin hafi verið til í að semja Íslendinga í skuldafangelsi til að þjóna duttlungum Evrópuvaldsins í Brussel.

Þetta eru afarkostir og mjög umdeildur samningur á forsendum Íslendinga. Greinilega er verið að reyna að hafa alla góða og passa upp á að dyrnar til Brussel séu nú örugglega opnar. Þetta er ekta eftirgangsemi við það vald sem Samfylkingin dáir hvað mest. Þarna er verið að hugsa um hag einhverra aðra en Íslendinga fyrst og fremst.

mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband