Bretar völtuðu yfir Svavar og samninganefndina

Ekki þarf sérfræðing til að sjá hversu Bretar áttu auðvelt með að taka Svavar Gestsson og samninganefndina um Icesave í gegn og drottna yfir niðurstöðunni og þeim áherslum sem skrifað var upp á. Samningurinn er einhliða sigur Breta og vandséð hvaða áherslur Ísland hafi beinlínis náð í gegn. Þetta er skelfilegur samningur, sem vonandi verður tekinn upp og samið aftur um atriðin, eða honum þá hreinlega hafnað í þinginu ella. Þjóðin mun aldrei sætta sig við þessa afarkosti.

Enn betur sést hversu afleitt það var að setja afdankaðan stjórnmálamann yfir samninganefndina. Ekki verður séð hvers vegna Svavar Gestsson var settur í verkefnið nema sem verðlaun fyrir að vera pólitískur lærifaðir formanns VG og fjármálaráðherrans eða sem pólitísk dúsa.... erfitt að segja. Ekki hef ég heyrt sannfærandi vörn fyrir veru hans í þessari samninganefnd og ekki hefur vörn hans fyrir samninginn verið mjög sannfærandi.

Enn undarlegra er að pólitískur aðstoðarmaður Þuríðar Backman með aðsetur hér á Akureyri og kosningastjóri vinstri grænna fyrr og nú sé starfsmaður nefndarinnar. Eru svona pólitískar dúsuveitingar eðlilegar í samninganefnd sem skiptir miklu máli?

mbl.is Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi ríkisstjórn verður seint sökuð um að viðhafa fagleg vinnubrögð

Óðinn Þórisson, 1.7.2009 kl. 13:18

2 identicon

Ekki gleyma hverjir voru í framvarðarsveit þjóðarinnar þegar hrunið var. og mér finnst ekki við hæfi að tala um sigur og ósigur í þessu sambandi því Ísland er jú skuldarinn ekki satt ! Núna geldur þjóðin fyrir stjórnleysi síðustu ára. Ég vil miklu frekar hafa reynda menn úr stjórnsýslunni eins og Svavar í samninganefnd heldur en fólk sem er ennþá blautt á bak við eyrun eins og Bjarna formann þinn, Sigmund og Birgittu blessaða sem eru nýliðar á alþingi.

En réttast væri að senda þau út og reyna að ná betri samningi ef hann verður felldur í þinginu.Guð hjálpi þjóðinni þá !

Ína (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Kristján Gunnarsson

Ína skrifar: 

"...því Ísland er jú skuldarinn ekki satt ! ..."

Nei, rangt! Kolrangt! Það er Tryggarsjóður innistæða sem er skuldugur um 20,000 evrur per inneignarreikning.

Það er EINHLIÐA ÁKVÖRÐUN Breta, Hollendinga og þeirra skutilþjóða að túlka reglur sem svo að ef sjóðurinn er ekki fær um að borga þá verði ríkisstjórn heimaríkisins að hlaupa í skarðið. Íslensk yfirvöld hafa ALDREI gengist við þessu. Icesavesamningurinn gengur út á þetta atriði.

Það mótmælir því enginn (?) að skyldan er Tryggingarsjóðs. Spurningin er hvernig á að standa við skuldbindingar hans undir þessu kerfishruni. Lausn  Breta og Hollendinga er ekki sú eina sem á borði hefur verið.

Ég tel rangt að skella skuldinni á íslensku samninganefndina. Jú, það voru bykkjur og löðurmenni við borðið en undir handleiðslu ríkisstjórnarinnar. Það var ríkisstjórnin sem gafst upp, hrædd við slaginn, honum óvön og miklandi fyrir sér með endemum afleiðingar óþægni. Hún ákvað að velta vandanum á undan sér yfir á komandi ríkisstjórnir og kynslóðir.

Steingrímur, Jóhanna, Gylfi og kompaní liggja völtuð flöt, ekki hinn léttvægi Svavar og fylgilið.

Kristján Gunnarsson, 2.7.2009 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband