Svanasöngur Michael Jackson á stormasömum ferli



Svolítið súrrealískt að horfa á klippuna af æfingu Michael Jackson, svanasöng hans á stormasömum ferli, í Staples Centre, tveimur dögum áður en hann lést. Mér finnst hann nú í betra líkamlegu formi á þessari æfingu en hann hafði verið eftir dómsmálið umdeilda, en vissulega er hann samt aðeins skugginn af þeirri stórstjörnu sem gerði Thriller á níunda áratugnum, vinsælustu plötu allra tíma og sló í gegn. Krufningaskýrslur gefa til kynna að hann hefði aldrei getað klárað endurkomutúrinn, en hann hafði samt greinilega lagt allt undir til að komast aftur á sviðið í gömlu dansporin.

Ég var spurður að því eftir að ég skrifaði um Michael Jackson eftir andlát hans hvort ég hefði verið aðdáandi hans eða metið tónlist hans mikið og eða manninn á bakvið stjörnuna. Ég tel að þeir séu fáir sem ekki hafi dáðst að lögum Jacksons eða sviðsframmistöðu hans, dansinum og taktinum. Hann var einfaldlega í sérflokki og það er ekki hægt annað en virða framlag hans til tónlistarbransans. Hann var ein af helstu goðsögnum tónlistarbransans, hiklaust konungur poppsins.

Einkalíf Jacksons var hinsvegar sorgarsaga, hálfgerð tragedía þegar hann breytist í hryggðarmynd, bæði andlega sem líkamlega. Ég held að þeir séu samt fáir sem hafi ekki notið tónlistar hans með einum eða öðrum hætti, hvað svo sem brestum hans í einkalífinu viðkemur. Síðasta sviðsframmistaðan hans, undirbúningurinn fyrir lokatónleikaferðina sem aldrei var, staðfestir þó hiklaust að hann var einn mesti skemmtikraftur síðustu áratuga. Hann hafði þetta algjörlega.

Ég efast ekki um að minningin um þá stjörnu og verk hans mun lifa lengur en tragedían um manninn Michael Jackson, sem átti sér í raun aldrei líf utan sviðsglampans.

mbl.is Jackson grét við líkamsskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband