Málningu slett hjá auðmönnum

Ekki fer á milli mála að útrásarvíkingarnir hafa breyst úr hálfguðum í hötuðustu menn samfélagsins á skömmum tíma. Ekki þarf að undrast reiði landsmanna. Mér finnst það samt einum of að sletta málningu á hús auðmannanna. Þeir eiga eftir að fá sína refsingu, sú hin mesta er reyndar sú að þeir eru í raun ærulausir hér heima á Íslandi. Þeir munu ekki geta látið sjá sig hér á meðan þrifin er upp óreiðan eftir þá.

Reiðin er mikil. Einhvern veginn verður hún að fá útrás. Þetta er ein leiðin, sú dapurlegasta að mínu mati. Miklu betra er að ráðast að þessum mönnum eða gagnrýna þá með skrifum og mætti málefnalegra skoðanaskipta heldur en með skemmdarverkum. Þeir hafa sjálfir unnið mikil skemmdarverk á samfélaginu og hafa misst bæði æruna og veldi sitt vegna eigin græðgi fyrst og fremst.

mbl.is Málningu skvett á hús auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er vandræðalaust fyrir þessa fjárglæframenn að kaupa sér viðhlægjendur. Þeir hafa jú alltaf hvern annan til að gamna sér með. Hitt er með öllu óskiljanlegt, en það er hvernig almenningi dettur í hug að veita Sjálfstæðisflokknum stuðning, þó ekki sé nema í skoðanakönnun.

Icesave er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það var gripið fram fyrir hendurnar á einkavæðinganefnd af sjálfum þáverandi formanni flokksins til að handstýra því að Bjöggarnir fengju Landsbankann.

Of langt mál er að telja upp aðrar syndir FLokksins, en þeim eru gerð greinargóð skil í ýmsum nýútkomnum bókum.

Sigurður Ingi Jónsson, 2.7.2009 kl. 13:17

2 identicon

Vonandi leggur löggan sig jafnmikið fram við þessa rannsókn eins og þegar hrekkjusvín slettir málningu á húsið hans Jóns Jónssonar í Fellahverfinu.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Ottó Freyr Aðalsteinsson

halló góðan daginn á taka range roverena sem þeir eru á og kveikja í þeim en ætli við myndum ekki bara borga fyrir þá ef þessir gæjar verða ekki handteknir þá er  bara borgarleg handtaka alveg málið  . og síðan hvenær voru þessir gæjar hálf guðir hjá hinum almenna borgara sem þetta lendir allt á . bara mála húsin hjá þeim gul  er ánægður með þennan verknað

Ottó Freyr Aðalsteinsson, 2.7.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skrifa yfirleitt ekki athugasemdir hér vegna staðfestingarskyldunnar, en hananú.

Þú segir: "Miklu betra er að ráðast að þessum mönnum eða gagnrýna þá með skrifum og mætti málefnalegra skoðanaskipta heldur en með skemmdarverkum."

Hvað er hægt að segja sem ekki hefur verið sagt? Ef þeir hlusta ekki, getur maður blaðrað til dómsdags án þess að það skipti nokkru máli. Skattar eru að hækka, lán eru löngu farin út í rugl, það er fjöldaatvinnuleysi og landflótti framundan.

www.iceslave.is

Eru rúmlega fjórar milljónir á hvern íslending ekki næg rök? Þá reikna ég bara Icesave skuldina, ekki hærri vexti, skatta og allt það.

Ég er ekki að verja þennan málningargjörning, en á meðan þessir menn gera EKKERT til að hjálpa þjóðinni, geta þeir prísað sig sæla með ekki meiri röskun á sínu einkalífi. Ef hægt er að tala um röskun, því ekki láta þeir sjá sig á landinu.

Villi Asgeirsson, 2.7.2009 kl. 20:59

5 identicon

Ég heyrði þá kjaftasögu að konan hans Bjögga Thors hafi komið til landsins til að vera hér í einhvern tíma í sumar en hröklast úr landi eftir 2 daga vegna þess að hún varð fyrir sífellu aðkasti út á götu.

Borgari (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 06:10

6 identicon

Alveg sammála. Þetta er ekki rétta leiðin. En ég óttast að það sé ekki rétt hjá þér að þeiri eigi eftir að fá sína refsingu, mig grunar að flestir þeirra sleppi og þeir fáu sem verða teknir, fái litla refsingu og geti innan skamms notið sinna illa fegnu auðæfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband