Óheilindi og blekkingar vinstristjórnarinnar

Með hverjum deginum sem líður verða óheilindi og blekkingar vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu augljósari. Hverra hagsmuna vinna íslensk stjórnvöld sem stinga undir stól lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem segir að við þurfum ekki að borga Icesave-skuldirnar? Af hverju birti Össur Skarphéðinsson ekki þetta álit og hvers vegna er verið að semja um hagsmuni annarra en Íslendinga? Augljóst er að hagsmunír Íslendinga víkja fyrir hag annarra, aðeins til þess að Samfylkingin geti haldið í veikan og blautan draum um aðild að Evrópusambandinu.

Var þessu lögfræðiáliti vísvitandi stungið undir stól, því lögfræðistofunnar er jú getið í greinargerðinni, til að henta vissum aðilum? Engin orð henta stöðu þessara mála en óheilindi og blekkingar. Ekki er nein ástæða til að treysta vinstristjórninni fyrir þessu máli og eðlilegast að hafna samningnum, skuldabréfinu risastóra, sem samninganefnd með afdönkuðum stjórnmálamanni í forsvari og illa áttuð og örvæntingafull ríkisstjórn skrifaði upp á.

Ein stór spurning stendur eftir í flóði óheilinda og blekkinga vinstristjórnarinnar; hverrra hagsmuna unnu þeir sem eru að vinna í þessu Icesave-máli? Varla Íslands.... eru þeir að reyna að tryggja draum Samfylkingarinnar um ESB? Þetta minnir á trúaða fólkið sem trúir á ferðina til Mekka... þeim er alveg sama hverju þeir verða að fórna og hvað þeir verða að borga bara fyrir það eitt að komast þangað... allt annað víkur.

mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hagsmuni ættu Steingrímur, Össur og Jóhanna að hafa af því að vilja standa við loforð Geirs Haarde og Árna Matthiesen um að standa við Icesafe skuldbindingar? Hvers vegna ætti SJS að vilja beita blekkingum til að styðja samning sem hann var á móti í október sl.? Þessi "umræða" er komin út í algera vitleysu, því miður. Hér takast á tvö sjónarmið um framtíð Íslands: (a) annars vegar eru þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þurfi að taka á sig þessar byrðar, hversu ósáttir sem þeir eru við það og (b) hins vegar þeir sem telja að við getum neitað ábyrgð og komumst upp með það. Ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks komst að þeirri niðurstöðu í október að leið (a) væri einungis fær, og ríkisstjórn undir forystu Samfylkingar hefur nú komist að sömu niðurstöðu. Engum er þetta ljúft og auðvitað hefðu Geir, Árni, Jóhanna og Steingrímur öll viljað fara leið (b) ef þau hefðu talið -- eftir að hafa farið yfir öll gögn málsins, lögfræðileg og pólitiísk -- að sú leið væri fær. Það sem fyllir þá sem fylgjast með þessu máli úr fjarlægð vissu vonleysi er málflutningur eins og sá sem hér kemur fram. Sjálfstæðismenn hlaupa nú frá fyrri niðurstöðum sínum, því að þeir skynja reiði fólks gagnvart þessu máli og reyna að ala á tortryggni. Hvaða heilvita manni dettur í hug að Steingrímur J. Sigfússon leggi pólitískt líf sitt að veði til að hjálpa Samfylkingu í að koma Íslandi í ESB? Hvaða heilvita maður heldur því fram að Geir H. Haarde og Árna M. hafi verið svo í mun að koma Íslandi í ESB að þeir voru tilbúnir til að skrifa undir ábyrgð Íslands í málinu í lok síðasta árs? Hvaða heilvita manni dettur í hug að halda því fram að Davíð Oddsson hafi viljað auðvelda Samfylkingunni að koma Íslandi í ESB þegar hann skrifaði undir samstarf við AGS í nóvember þar sem Íslendingar viðurkenndu þessa ábyrgð? Því miður er ekkert heilagt í stjórnmálum og mönnum líðst að hlaupa eins og hundar frá ábyrgð sinni og klína henni á þá sem vinna hörðum höndum við að koma þjóðarskútunni á flot i þeirri von að þeir komist sjálfir í valdastólana. Þeim sem þannig koma fram ferst að tala um óheilindi, svik og blekkingar!

Halldór (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

SF virkar á mig eins og " hjörð " sem virðist stjórnast af tvennu - komast í ESB og Capacent Gallup - varðandi VG þá hljóta þeir eru setti x við vg i síðustu kosningum að vera hugsi og spyrji sjálfan sig hvar er flokkurinn minn ?

Nei Stefán þessi stjórn er ekki beint með allt upp á borðinu og fagmennska er ekki eitthvað sem þeir hafa að leiðarljósi -

Þessi vinstri stjórn fellur þegar IceSave verður ekki samþykktur á alþingi

Óðinn Þórisson, 7.7.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband