Táknrænn bruni á Þingvöllum

Afar sorglegt er að sjá kranann jafna Hótel Valhöll, sögufrægt hús á Þingvöllum, við jörðu. Döpur sjón. Ég er sammála þeim sem telja brunann táknræn tíðindi - einkum í ljósi þess hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni og umræðunni á Alþingi um aðild að Evrópusambandinu og hinn afleita Icesave-samning sem verður sífellt daprari eftir því sem dýpra er kafað í vinnubrögðin og tilraunir sumra til að semja þjóðina í skuldafangelsi fyrir opnar dyr Samfylkingarinnar til Brussel.

Já, þetta er táknrænt í meira lagi. Symbólískt að sjá bruna á helgasta stað þjóðarinnar á þessum tímum í sögu þjóðarinnar, þegar við stjórnvölinn er fólk sem er meira umhugað um að leika sér með þeim beittu Íslendinga harðræði.

mbl.is Hótel Valhöll jafnað við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

já, þetta er táknrænt. Þegar eitthvað brennur til grunna, hvort sem það er hús eða þjóðfélag þá er það að öllu óbreyttu byggt upp aftur. Til þess þarf sameiginlegt átak margra aðila. Getum við íslendingar náð að sameinast í að byggja upp landið okkar og lagt til hliðar allan pólítískan ágreining á meðan?

Arinbjörn Kúld, 11.7.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heyr heyr! Landvættirnar að senda okkur skilaboð?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Já, goðin eru logandi reið eins og þjóðin öll, hvernig landinu og eignum þjóðarinnar hefur verið útdeilt til einkavina Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Hvernig þessi spillingaröfl útdeildu þjóðarauðnum í hendur fárra vildarvina sem settu þjóðina á hausinn. Síðan er þjóðin, almúginn, settur á galeiðuna til að borga þessa óráðsíu.

Er nema von að goðin reiðist?

Viðar Eggertsson, 11.7.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Já goðin reiddust þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Frmsóknarflokkurinn einkavæddu bankana til manna sem settu síðan þjóðina á hausinn. Spillingaröflin innan þessara flokka eru enn að eins og lesa má um og heyra í fréttum daglega. Þjóðin er logandi reið og það eru goðin líka... Þarf frekari vitnana við?

Viðar Eggertsson, 11.7.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Mikið skelfing ertu fastur í innantómu stjórnarandstöðu-farinu.

Hið táknræna er það að nú er hið liðna farið!  Upp rísa nýjir tímar!

Í raun er tími siðbótar!  Nauðsynlegt er liði Valhallar (kannastu við það?) að skoða huga sinn og stefnu.

Ég leyfi mér að endurtaka bloggið mitt um þetta:

...og nú brann Valhöll sjálf!

Er þetta táknmynd ragnaraka sjálfra?

"Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma."

 Þetta stendur á Vísindavefnum um ragnarökin:

"Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar....Frásögnin af ragnarökum er knúin áfram af mjög sterkum siðferðislegum boðskap. Nútíð Völuspár er því ekki síður lýsing á samtíð okkar og boðskapur kvæðisins er enn í fullu gildi, hvort sem menn vilja tengja hugmyndafræðina við heiðni eða kristin áhrif síðari alda."

En kannski er þetta ekki síður táknmynd nýs upphafs?

Ljóst er að hótel Valhöll var starfrækt í byggingu sem ekki stóðst nútíma kröfur!

Það liðna er fallið.

Nú hefjast nýir tímar á Íslandi.  Og ný Valhöll mun rísa - í formi mannvirkis sem ætlað er að standast nútíma kröfur!

Eiríkur Sjóberg, 12.7.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Táknrænt segirðu! Er hótelið þá tákn fyrir húsið sem ber sama nafn sem aftur er tákn fyrir það stjórnmála-, efnahags- og embættismannakerfi sem hefur staðið í ljósum logum frá síðasta hausti?

Héðinn Björnsson, 12.7.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband