Afglöp íslenskra stjórnvalda

Eftir því sem meira verður ljóst um vinnubrögð íslensku samninganefndarinnar í mikilvægum málum eftir hrun kemur æ betur í ljós hversu mikil afglöp íslenskra stjórnvalda voru. Þau hafa samið af sér í hverju lykilmálinu á eftir öðru og látið spila með sig. Þetta er grafalvarlegt mál, skrifast fyrst og fremst á úrelt vinnubrögð þar sem skipað hefur verið í stöður á pólitískum forsendum frekar en faglegum. Spilað er með fjöregg þjóðarinnar og ekki lagt viturlega undir.

Vond eru örlög einnar þjóðar sem telur sig njóta virðingar en hefur verið barin til hlýðni, er tekin og flengd öðrum til viðvörunar fyrir Evrópubáknið í Brussel. Eitt er að láta aðra fara svona með sig en þegar stjórnvöld láta spila með sig og fífla sig er eðlilegt að spyrja hvort pólitískri forystu sé treystandi fyrir forystu lykilmála.

mbl.is Starfsmenn AGS mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sumir vilja meina að staða mála hjá okkur íslendingum sé vegna atgervisflótta úr pólítík, á liðnum allmörgum árum. það eru til dæmis harla fátt fólk á þingi sem kemur úr ATVINNULÍFINU. 

jonsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Súr er sú staða sem Íslendingar finna sig í.  Það er rétt.  Og mikil er ábyrgð stjórnvalda er stýrðu þjóðinni í þessa stöðu.  Það segir þú ekki, en það er rétt líka.

Þú baunar á íslensku samninganefndina sem hafði það hlutverk að gera samning við þær þjóðir sem Íslendingar höfðu komið illa fram við í tíð fyrri ríkisstjórnar.  Framferði íslensku útrásarvíkinganna hlýtur að hafa verið glæpsamlegt í skjóli ófyrirgefanlegra stjórnarhátta þáverandi ríkisstjórnar.

Hver er hin málefnalega afstaða þín?  Hana vantar.  Hvernig samning hefði verið hægt að gera?  Mundu, að samningur er milli tveggja eða fleiri aðila.  Það þýðir að maður ákveður ekki hlutina einhliða!

Málið er vissulega fúllt í alla staði. 

En mér finnst málflutningur þinn alls ekki málefnalegur.  Mér finnst blogg þitt daprast heldur að gæðum með tímanum, því miður .  Þú hrópar upp án útskýringa:  "...kemur æ betur í ljós hversu afglöp íslenskra stjórnvalda voru.  Þau hafa samið af sér í hverju lykilmálinu á eftir öðru og látið spila með sig. ....úrelt vinnubrögð....ekki lagt viturlega undir....stjórnvöld láta spila með sig..."  Þú hrópar upp en sýnir ekki fram á neitt af þessu.  Þetta er því innihaldslaus áróður sem ekki er mark takandi á.  Slíkur áróður leiðir ekki til skynsamlegrar rökræðu.

Mér þykir þú ansi blár.

Eiríkur Sjóberg, 12.7.2009 kl. 13:35

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Afglöpin eru ekki fyrst og fremst samninganefndarinnar. Þau eru Sjálfstæðisflokksins fyrst og síðast. 6.7% vaxtadæmið er ættað frá Árna og Geir. Þeirra gjörðir og ákvarðanir mynda bagga sem aðrir hafa þurft að glíma við. Orsakir og afleiðingar, Stefán Friðrik.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hélt nú að allir myndu átta sig á að ég er að gagnrýna bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn með þessum pistli, enda hef ég margoft gagnrýnt þá sem héldu á málum í kringum hrunið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.7.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Friðrik

Þú átt gott blogg til.

Samkvæmt athugasemd þinni við þetta blog virðistu stundum þurfa tala skýrar.

 Á síðu þinni segir þú um sjálfan þig að þú sért sjálfstæður.  Vonandi í merkingunni sjálfstæður, en ekki blindur "Sjálfstæðismaður".

Ég get sagt þér, að ef Sjáflstæðisflokkurinn stæði í raun fyrir þau gildi er hann sagðist standa fyrir við stofnun flokksins árið 1929, þá fylgdi ég honum að máli!

Mér finnst saga og arfleifð flokksins hins vegar skelfileg!  Og ég hryggist virkilega þegar ég sé menn enn verja flokkinn sama hvað á dynur (hann hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum!  Enda orðnar skiptar skoðanir innan hans....).  Þegar menn sjá ekki hversu afvegaleiddur flokkurinn er, þegar menn sjá ekki hvað þarf að gera til að snúa af rangri braut.  Þegar menn sjá ekki að flokkurinn er ekki sá flokkur sem hefur upprunaleg stefnumarkmið að leiðarljósi.

Efnahagur Íslands er í ömurlegri stöðu.  Hefur þú tekið eftir því?  Þrátt fyrir allar veraldarhyggjuna, peningahyggjuna!  En staðan hefur akkúrat ekkert með núverandi stjórnvöld að gera!

Á valdatíma Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil hefur íslenskt samfélag breyst mjög mikið.  Gildum hefur verið snúið á hvolf; hugsaðu um sjálfan þig, skítt með alla aðra í kringum þig!  Náungakærleikur?  Vitlaus, truflar frjálshyggjumenn sem vilja græða á daginn (á kostnað hverra?) og grilla á kvöldin (hver framleiðir steikurnar fyrir þá?).  Money, money!  Peningar eru allt, þeir gera allt falt!  Magrar meyjar, og villtir peyjar!  Mælum heiminn í krónum, Evrum, dollurum og jenum.  En heimurinn er ekki fyrir alla!  "Auðvitað" eru kjör fólks mismunandi.  Bilið milli þeirra sem hafa eitthvað, og hinna sem hafa minna, breikkar - "það er bara svona, þetta er náttúrulögmál, allt að því...". 

Það liggur í loftinu mannfyrirlitning.  Einkavæðing.  Já, einkavinavæðing!  Gera allt kapítalískt.  Fyrir mig, en ekki fyrir þig!  Skapa óréttlæti og ójafnan aðgang að gæðum náttúrunnar!  Gerast stjórnarar himintunglanna.  Hlusta ekki á náttúruna, "Við sköpum náttúruna!"  "En, fyrir suma - einkafyrirtækjaforkólfa!" Af hverju?  Eftir 100.000 ár sem börn náttúrunnar ætluðum við að gera hana okkur undirgefna.  Hvernig hefur til tekist?

Ég endurtek: ég styð þann flokk sem stuðlar að sem mestu frelsi fólks til orðs og athafna.  Ég segi mestu, því  ég geri mér grein fyrir því að við búum í lokuðum heimi með takmarkaðar auðlindir og í heimi sem bíður ekki upp á ótakmarkað frelsi.  Ég ræð ekki því hvar eða hvenær ég fæðist.  Ég er háður stjórnarfari í því ríki sem ég fæðist í.  Og hver ósköpin, á Íslandi hafa auðlindir verið einkavæddar!  Ég hef ekki jafnan rétt á við suma aðra sem hér hafa fæðst og búið!  Hvorki til að róa til fiskjar eða sækja nám!

Og stjórnkerfið sjálft er orðið rotið!  Sami stjórnmálaflokkurinn er með í hendi sér löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið!  Og í ofanálaga bætast stór fyrirtæki í landinu.  Þetta er skilgreining á spillingu.

Hvað finnst þér um þetta?  Er þetta í alvöru sú pólítik sem þú aðhyllist?  Sérðu ekki maðkinn í mysunni? 

Til áréttingar: Við, manneskjurnar, sköpum samfélagið!  En náttúruna sköpum við ekki!

Hvort tveggja virðist mér hafa gleymst í frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins.  Afrakstur stjórnarstefnu flokksins hlýtur að blasa við öllum þeim sem heyra vilja og sjá!  Eitthvað hlýtur að hafa verið rangt!

En menn rýghalda sig við skotgrafirnar.  Þeyta öllu á loft sem mögulega getur sett stein í götu núverandi stjórnvalda. Og hvers vegna skyldi það vera?  Er það virkilega í þágu þjóðarinnar?

Þurfum við ekki að endurskoða sjálf okkur þegar gjörðir okkar hafa sett þúsundir manna í skuldabönd?  Eða þegar jöklarnir sjálfir skreppa saman um 100 metra á ári hverju?  Náttúrvernd, já.  Hvernig hljómar það í eyrum frjálshyggjumannsins?

 Ég er ekki flokksbundinn (hef sagt mig úr Framsóknarflokknum).  Mér blöskrar raunverulega hvernig mannskepnan umgengst náttúruna og náungann!  Við gætum búið til manneskjulegt samfélag hefðum við löngun til.  Manneskjulegt, hvað þýðir þetta?  Já, hvað þýðir það að vera maður, og búa sér til manneskjulegt samfélag?  Er þetta ekki fyrst og fremst aðgreining frá "skynlausum" skepnum jarðarinnar og tilvísun til þess sem mannlegast er?  Og hvað er mannlegast, hvað er það sem gerir okkur að mönnum (og þá ekki dýrum)?  Er það ekki kærleikurinn t.d.!  Listsköpun!  Fagurfræði!  Samfélagsleg ábyrgð! 

Aftur, samkvæmt því sem þú segir um sjálfan þig, þá ertu bókhneigður maður.  Ég velti því raunverulega fyrir mér hvaða bækur þú velur þér að lesa!

Sjálfur er ég bókhneigður.  Og hef reynt að lesa mig til í fróðleiksbókum til að skylja tilveruna og mannskepnuna.  Auðvitað skil ég hvorugt.  En samt hefur manni áskotnast ýmiss fróðleikur, og jafnvel svör við sumum spurningum.

Sjálfur er ég líklega húmanisti og náttúruhyggju.  Tel okkur börn að leik í veröld sem bundin er af lögmálum sem ekki verða beygð.  Mér finnst sá maður mikill sem auðmjúkur viðurkennir vanmátt sinn og heilsar náttúrunni á hverjum degi með gleði og auðmýkt að leiðarljósi.

Ég tel frjálshyggjuna hafa afvegaleitt mannskepnuna illilega, bæði hér á Íslandi og svo víða annars staðar, og gert okkur fátækari að manngildum og -kostum og gert okkur í raun að meiri skepnun í manngerðum frumskógi markaðshyggjunnar þar sem lögmálið er: "survival of the fattest," svo ónáttúrulegt sem það er.

Lifðu heill.

Eiríkur Sjóberg, 14.7.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband