Sorglegt

Minningarkrossinn í Kirkjugarði Akureyrar Það er sorglegt að heyra af enn einu banaslysinu í umferðinni, nú aðeins rúmri viku fyrir jólin. Árið 2006 er að verða sorglegasta árið í umferðinni hérlendis. 30 hafa nú látist í umferðarslysum hérlendis. Það er nístandi sársauki sem fylgir því að heyra fréttir af öllum þessum umferðarslysum, þau eru orðin svo mörg á þessu ári að maður veit að margar fjölskyldur verða í sárum þessi jólin, sem senn hefjast.

Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu vikna og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa í skelfilegum umferðarslysum á að vera okkur vitnisburður þess að taka til okkar ráða - það þarf að hugleiða stöðu mála og reyna að bæta umferðarmenninguna. Það er lykilverkefni að mínu mati.

mbl.is Banaslys á Álftanesvegi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband