Kristján Þór skrifar um dramadrottningu

Kristján Þór Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, kallar Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarfulltrúa, dramadrottningu í nýjum pistli á bloggvef sínum þar sem hann svarar umfjöllun Steinunnar Valdísar á sviptingasömum stjórnarfundi Landsvirkjunar, sem var síðasti stjórnarfundur þeirra beggja innan Landsvirkjunar en ríkið hefur nú keypt hluti bæði Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu. Auk þessa hættir Kristján Þór sem bæjarstjóri á Akureyri þann 9. janúar nk. og verður þá forseti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar.

Orðrétt segir Kristján Þór á bloggvef sínum:

"Steinunni Valdísi Óskarsdóttur er eflaust margt til lista lagt en það liggur ekki sérlega vel fyrir henni að lýsa veruleikanum með raunsönnum hætti og beinir hún þeim tilmælum til fólks að það ,,geti bara bloggað úr sér pirringinn” ef eitthvað er að angra það."

"Það skal fúslega viðurkennt að við Vilhjálmur lögðum ekki undir flatt og hlýddum uppnumdir í anda jólanna á þennan margflutta boðskap. Við leyfðum okkur að vera á öndverðri skoðun. Af einhverjum ástæðum kýs Steinunn Valdís að reyna að spinna úr því mikið drama um karlrembu, horka og diss.  Pirringurinn í kolli hennar virðist hafa verið það mikill eftir stjórnarfundinn að dramadrottningin hefur tekið völdin og drifið sig á bloggið til að fá útrás."

Lífleg og góð bloggsíða hjá kjördæmaleiðtoga okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Fagna því enn og aftur hér á þessum vettvangi að Kristján Þór heldur áfram að blogga eftir þingprófkjörið í síðasta mánuði. Það er greinilegt að þetta verður lifandi vettvangur Kristjáns Þórs áfram í pólitík, á nýjum vettvangi í kosningabaráttunni sem hefst formlega eftir jólin.


mbl.is Steinunn Valdís vildi bíða þess að ríkið yfirtæki Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband