Upplausn á Alþingi - leyndarhjúpur yfir ESB

Alveg kostulegt er að fylgjast með Alþingi. Upplausnin þar er algjör... fundum frestað og þeir svo settir á til að tilkynna enn frekari frestanir. Vinstriflokkarnir eru algjörlega búnir að gera upp á bak... búnir að klúðra sínum málum og algjörlega strandaðir.

Hvers vegna slá þeir leyndarhjúp um mikilvægar skýrslur - ætluðu þeir ekki að auka gegnsæið og miðla upplýsingum til fólksins í landinu?

Ég yrði ekki hissa á því að þessi stjórn sligaðist brátt vegna þrýstings frá grasrót vinstri grænna, sem vilja ekki svona vinnubrögð.

mbl.is Þingfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það væri þjóðinni fyrir bestu að þessu lyki sem fyrst, það getur ekki versnað þótt farið yrði í aðrar kosningar.  Sá tími sem myndi tapast yrði vel þess virði og ekki fengjum við verri stjórn en sú sem nú situr við völd, það er víst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og Tony Blair sækist nú eftir að verða forseti Evrópusambandsins.

Þarf eitthvað að ræða þetta frekar að við eigum ekkert erindi þangað?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband