Alþingi hafnar því að þjóðin kjósi um ESB

Mér finnst það alveg gríðarleg hneisa fyrir Alþingi og stjórnarflokkana sem mynda þar meirihluta, einkum vinstri græna, að þar hafi verið hafnað að þjóðin hafi fyrsta og síðasta orðið hvað varðar viðræður við Evrópusambandið, bæði að fara í aðildarviðræður og eins að taka ákvörðun um þann samning sem komið yrði með heim. Lágmarkskrafa er að þjóðin hafi bindandi lokaákvörðunarvald.

Þessu hefur nú verið hafnað. Þeir sem hafa skreytt sig með því að fólkið í landinu eigi að fá meira vald, leita álits þjóðarinnar í lykilmálum og færa valdið nær fólkinu hafa nú gleypt þennan boðskap fyrir völdin og afhjúpað sig sem algjöra hræsnara.

mbl.is Atkvæðagreiðslan í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hægt væri að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, með því að koma í veg fyrir stjórnarskrárbreytingar í vetur

Gestur Guðjónsson, 16.7.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Alþingi sveik þjóðina og hafnaði henni í leiðinni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.7.2009 kl. 14:28

3 identicon

Hvað eruð í að rugla. Íslenska þjóðin kemur til með að hafa lokaorðið í þessu máli. Fyrst er að sjá hvað er í boði þannig að hinn almenni kjósandi geti ákveðið sig sjálfur. Við getum hvert og eitt okkar gert upp okkar hug og lýðræðislegur meirihluti kemur til með að ráða.

Sigrún Ríkharðs (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:12

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það sem ég hef áhyggjur af er ef þjóðaratkvæðagreiðslan á aðeins að vera ráðgefandi en ekki bindandi. Þannig ef hugsanlegur samningur verður felldur með minnsta mun þá gæti farið svo að hann verði staðfestur engu að síður með þeim loftfimleikum sem stjórnmálamönnum er svo lagið að iðka.

Gísli Sigurðsson, 18.7.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband