Svínaflensa eða fjölmiðlaflensa?

Auðvitað var bara tímaspursmál hvenær svínaflensan myndi berast hingað til Íslands. Ekki við því að búast að við myndum komast hjá því að velta henni fyrir okkur. Gárungarnir hafa hinsvegar sagt að svínaflensan sé hálfgerð fjölmiðlaflensa. Augljóst er að ástandið hefur verið svolítið yfirdramatíserað í fjölmiðlum og reynt að gera fólk hrætt eða óttaslegið.

Óttinn er skiljanlegur að vissu marki, en samt sem áður verður ástæðan til að óttast undarlegri eftir því sem meira liggur fyrir varðandi flensuna og staðreyndirnar verða meira áberandi í umræðunni. Þetta minnir að sumu leyti á umræðuna um fuglaflensuna fyrir nokkrum árum. Reynt var að gera fólk um allan heim svo óttaslegið að það þyrði varla að ferðast.

Er á reyndi var fuglaflensan aðeins fjölmiðlaflensa. Nokkuð er um liðið síðan talað var um fuglaflensuna í fjölmiðlum, en um tíma var þetta í öllum fréttatímum, öllum blöðum og tímaritum.

Fjölmiðlar segja oft mikilvægar fréttir og miðla upplýsingum. Þeir geta þó stundum yfirdramatíserað hlutina. Gott ef svínaflensan fer ekki í sömu kategóríu og fuglaflensan bráðlega.

mbl.is Mæðgur fárveikar af svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

Reyndar verð ég að segja þér það að ég hef öruggar heimildir fyrir því að Haraldur Briem hafi sent öllum fjölmiðlum skriflega beiðni um að halda öllum fréttaflutningi um flensuna í algjöru lágmarki.

Þessi flensa er mjög alvarleg að svo stöddu, þó ekki hafi hún deytt mjög marga.

Gísli Sigurður, 16.7.2009 kl. 02:55

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Ég held að margir í öðrum heimsálfum séu alls ekki sammála þér um að fuglaflensan hafi verið eingöngu fjölmiðlaflensa. Vil samt ekki hugsa þá hugsun til enda hvaða hryllingur kæmi út ef þessar tvær sameinast: önnur bráðdrepandi og hin bráðsmitandi!

Hansína Hafsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Fjölmiðlaflensa er örugglega rétta orðið!!Í vissum tilfellum getur verið réttlætanlegt að fjölmiðla vel, vissum ógnum sem mannkynið stendur frammi fyrir! En eins og þú réttilega segir í sambandi við fuglaflensuna, þá var það mál gert að söluvöru fjölmiðla og þá skipti engu máli hvort fjölmiðlar héldu heiminum í heljargreipum óttans.

Þetta rýrir trúverðugleika fjölmiðla og að þeir séu í raun með hagsmuni fólksins í huga!

Öskrar þú úlfur,úlfur nógu oft þá endar með því að fólk hættir að taka mark á þér.Hvað gerist ef virkileg ógn stafaði að mannkyninu og fullt af fólki gerði ekki neitt vegna það væri hætt að taka fjölmiðla alvarlega!

Ákaflega ömurlegt að sjá hvernig virtir fjölmiðlar detta í slíka óábyrga æsifréttamennsku.

Konráð Ragnarsson, 16.7.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband