Hvað er í gangi í Byrginu?

Byrgið Það var sláandi að sjá umfjöllun í kvöldfréttum Stöðvar 2 um Byrgið og Guðmund Jónsson, forstöðumann meðferðarheimilisins. Þar var opinberað það sem þar gerist greinilega bakvið tjöldin og fullyrt að Guðmundur hefði ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Þetta mál er mjög alvarlegt og einkum og sér í lagi vegna þess að Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum. Um þessi mál verður fjallað í Kompás, en vegna eðlis gagnanna sem munu sanna athæfi Guðmundar er þátturinn á dagskrá kl. 22:25.

Í ljósi þess að Byrgið á að reka sem meðferðarheimili fyrir langt leidda fikla og drykksjúklinga og rekið á kristilegum grunni er þessi orðrómur mjög slæmur og skaðandi fyrir allt starf þar. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Það er ekki óeðlilegt í ljósi þessa alls að félagsmálaráðuneytið hafi fyrirskipað rannsókn á öllum hliðum mála í Byrginu, enda ekki við öðru að búast en að þetta verklag leiði til þess að ríkið hætti að greiða til starfseminnar þar, ef rétt reynist.

Í frétt á vísi.is er fullyrt að umsjónarmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás hafi undir höndum gögn sem sanni að Guðmundur hefði tekið ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu í Byrginu. Orðrétt segir á visir.is "Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni."

Athygli vekur að Guðmundur þverneitar öllum gögnum þrátt fyrir myndefni sem vægast sagt er sjokkerandi. Það verður fróðlegt að sjá Kompás í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband