Um Framsókn og pólitíkusa á gráu svæði

Björn IngiEnn er mikil umræða um rimmu Björns Inga og Dags í Kastljósinu í vikunni. Ég tek undir skoðun Illuga Gunnarssonar, verðandi alþingismanns, sem kom fram í Silfri Egils í dag. Mér finnst hiklaust að það sé á mjög gráu svæði að stjórnmálamenn sem taka sæti á framboðslista, sérstaklega ofarlega á lista, séu á sama tíma líka verkefnaráðnir til sama stjórnvalds. Það á ekki að viðgangast að mínu mati, sama hver í hlut á.

Mér finnst því það vera mjög á gráu svæði að Óskar Bergsson sé samtímis varaborgarfulltrúi og formaður í framkvæmdaráði og svo verkefnaráðinn til Faxaflóahafna. Þetta er eitthvað sem lítur mjög illa út og enda eru þeir fáir sem leggja í að verja það skiljanlega. Þegar að menn komast í þessa stöðu, finnst mér val verða að vera um hvort sinna á verkefnatengdum verkefnum eða stjórnmálum. Einfalt mál.

Óskar og Björn IngiÞað getur aldrei gengið, svo eðlilegt sé, að menn séu báðum megin við borðið. Það leiðir bara til vondra aðstæðna og vandræðalegheita. Það hefur svo sannarlega gerst í þessu máli. Þetta er greinilega vandræðamál fyrir meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Það batnar ekki fyrr en viðkomandi einstaklingur segir sig frá öðru hvoru verkefninu.

Það er ekki hægt í svona stöðu annað en velja hvorum megin við borðið skal setið. Annað leiðir bara til orðróms um spillingu og rýrð kastast á viðkomandi einstakling, sama hversu vandaður hann annars telst. Þess vegna getur varla öðruvísi farið en skil verði á stöðu mála.

Mér finnst þetta mál kristallast mjög vel hvað sé eðlilegt og hvað fjarri því eðlilegt fyrir þá einstaklinga sem taka sæti á framboðslistum og gegna trúnaðarstörfum fyrir flokka sína innan sveitarstjórna. Þetta er viðkvæmt mál og eðlileg krafa fjölda fólks um að tekið sé á því.

Þó að Björn Ingi sé ágætismaður og hafi að mörgu leyti staðið sig vel á vettvangi stjórnmála er óverjandi að reyna að verja svona verklag og það er svo sannarlega ekki til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Horfði á umræddan þátt og fannst hann verða madreiddur til að koma höggi á framsókanrflokkinn. (Alla hina langar nú í stjórn med Dfl.)

Óskar Bergsson getur auðvitað ekki setið báðu megin borðsins, hóf hann ekki störf hjá Rlistanu sáluga. 

Skemmst er að minnst þegar starfsmenn Rúv vildu ekki ráða aðkomustarfsmann og úr því varð mikið fjölmiðlafár, ekki starfsmönnum Rúv til sóm. Ef þeir eiga að ráða starfsmenn Rúv þá er komin óhugguleg klíka. Umrætt starf var þó auglýst.

Helgi Seljan varð fréttmaður án auglýsingar, það var mjög óheppolegt fyrir hann að leiða þennan þátt.

Vonandi bæta nýju útvarpslögin úr ef ráðning Helga var samt lögleg? Allvega er hún siðlaus þótt lögleg sé.

Þekki fleiri en eitt dæmi frá Rlistanum þar sem ráðning fór eftir pólitík en ætla ekki að blanda mér í þessa umræðu frekar að sinni. Finnst hún á of lágu plani ennþá.

Þú vilt vera bloggvinur minn, takk fyrir það, en við höfum sennilega ólíkar skoðanir. (Minnir endilega að þú hafi greint frá því í blogginu að þá værir frændi Helga Seljan eldri, við erum saman IOGT.Kemur ágætlega saman þótt við höfum aldrei verið samherjar í pólitík. )

Með kveðju, Sigríður Laufey

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 18.12.2006 kl. 00:48

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl

Já, það er ágætt að lesa fólk og skiptast á kommentum þótt ekki sé það sammála um allt. Hið besta mál bara. Hvað Helga yngri, frænda minn, viðvíkur er hann ekki titlaður sem fréttamaður, hann er dagskrárgerðarmaður í Kastljósi. Kastljós heyrir ekki undir fréttastofuna skilst mér. Held að dagskrárstjóri sé yfirmaður þáttarins og ritstjóri stýrir alfarið umfjöllun þar og ber ábyrgð á henni, en í heildina er útvarpstjóri ábyrgur fyrir öllu sem þar er í raun sent út.

Helgi Seljan eldri er móðurbróðir minn. Hann hefur staðið sig vel í sínum verkum, sérstaklega fyrir IOGT auðvitað. Við erum ekki pólitískir samherjar en virðum skoðanir hvors annars mjög vel. Helgi er nefnilega maður þeirrar gerðar, eins og ég, að geta umgengist annað fólk þó að það sé ekki endilega sammála um alla hluti.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.12.2006 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband