Þorgerður Katrín á að víkja sem varaformaður

Mér finnst að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eigi að víkja sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir hjásetu í atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Ekki er hægt að bjóða almennum flokksmönnum upp á aumingjaskap af þessu tagi og skort á pólitískri forystu og leiðsögn. Mér finnst það mesti heigulsháttur sem hægt er að bjóða umbjóðendum sínum í pólitískri baráttu að sitja hjá og hafa enga afstöðu, enga skoðun, sóa atkvæði sínu í raun.

Ég held að margir sjálfstæðismenn séu á þeirri skoðun að Þorgerður Katrín eigi að finna sér eitthvað annað að gera og leyfa Sjálfstæðisflokknum að eflast til nýrra verka án tenginga bæði við hennar umdeildu fortíð í hruninu og annarra. Þegar við bætist að hún situr hjá í einu umdeildasta máli samtímans er ekki að sjá að það sé þörf fyrir hana í forystu flokksins.

Hún ætti að hugleiða sína stöðu og víkja af velli að mínu mati.

mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er bara gunga og á að víkja fyrir  fólki sem getur og ÞORIR að taka afstöðu í miklum málum !

 BLESS Þorgerður !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þessu. Það lítur út fyrir að ÞKG sitji ekki í stóli varaformanns fyrir neinn nema sjálfa sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ber þetta nú ekki vott um skoðanakúgun af verstu gerð Stefán Friðrik? Við ættum nú frekar að beina spjótum okkar að svikum Vinstri grænna í gær þar sem þeir sviku stefnu síns eigin flokks, kjósendur sína og sannfæringu sína. Allt á sama tíma.

Jón Baldur Lorange, 17.7.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Halla Rut , 17.7.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll,

Velti því fyrir mér hvort þú værir sömu skoðunar ef ÞKG hefði sagt NEI eins og kjarkaða konan úr Mosfellsbænum Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Hefði pistillinn hljómað eins?  Heigulsháttur og aumingjaskapur.

Hef trú á því að fleiri en ég vildu fá svar við þessari spurningu;

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.7.2009 kl. 15:16

6 identicon

Kórrétt athugasemd hjá þér. Þá finnst mér einnig að Illugi Gunnars, Tryggvi Þór og Bjarni Ben. ættu að sjá sóma sinn í því að fara með henni. En heldur þú virkilega að þetta fólk sé tilbúið að hverfa úr stólum sínum þegar það er yfirlýst markmið þessa fólks að hafa áhrif (hvort sem er til góðs eða ills) á þjóðfélagið. Öllu heldur að skara eld að sinni köku eins og flest af þessu fólki hefur gert.

thi (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta eru eðlileg sárindi að mínu mati Stefán Friðrik. Í svona afdrifaríku pólitísku máli reynir fyrst á einurð, drengskap við sína umbjóðendur og þá pólitísku reisn sem krafist er af leiðtogum í stjórnmálaflokkum.

Það er vandalítið að gaspra um pólitísk dægurmál og "koma vel fyrir" í ræðustól.

Árni Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 15:59

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er þér sammála Stefán.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.7.2009 kl. 16:54

9 identicon

Þetta er ekki aðeins rétt mat hjá þér heldur algerlega augljóst. Þorgerður hefur verið dragbítur á flokknum síðan fyrir síðustu kosningar. Hún er beintengd inn í útrásarspillinguna í gegnum fjölskyldukúlulánið - og skaut sér undan því með ehf trixi - sem verður seint fyrirgefið. Hún nánast reyndi að kljúfa flokkinn út af ESB málinu á síðasta landsþingi og nú er svo komið að hún er fyrirlitin og jafnvel hötuð af meirihluta stuðningsmanna eigin flokks. Hún virðist sitja sem fulltrúi ESB arms flokksins sem samanstendur að stórum hluta af fulltrúum atvinnulífsins sem eru með buxurnar á hælunum og ryksuguð fyrirtæki - og freed trade fanntasíufrjálshyggjuhópnum með Vilhjálm Egils í broddi fylkingar.

Réttast væri að hún sýndi þann manndóm að segja af sér varaformannsembættinu og þingmennsku. Að því loknu ætti hún að koma sér burtu úr Sjálfstæðisflokknum og taka með sér skoðanabræður sína og systur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert með fólk að gera sem svissar úr spillingu yfir í landráð án þess að depla auga. 

Árni (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 18:34

10 Smámynd: Helgi Már Barðason

Þorgerður útskýrði hjásetu sína ágætlega í Kastljósi í gær. Hún höfðar til margra þeirra frjálslyndu og hófsömu sjálfstæðismanna sem illa þola leifarnar af gömlu valdaklíkunni (Kjartan Gunnarsson & co) og einnig til þeirra sem þykir nýi formaðurinn heldur litlaus. Ef flokkurinn bolar henni burtu sýnir hann og sannar að hann er ekki sá víðsýni umbótaflokkur sem hann hefur stært sig af að vera í áranna rás. Þoli flokkurinn ekki úthugsaða hjásetu varaformannsins er verr fyrir honum komið en ég hugði.

Helgi Már Barðason, 17.7.2009 kl. 19:01

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorgerður Katrín á að víkja sem varaformaður og líka sem þingmaður, ekki spurning. Hún á og átti að víkja fyrir aðild sína að Kaupþingssóðaskapnum en ekki fyrir að hafa sjálfstæða skoðun í Evrópumálum á Alþingi  og vilja ekki greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni í því máli.

Það er gott að fá það upp á borðið að yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og virðingu fyrir sjálfstæðum skoðunum eru bara orðin tóm, henti það flokknum ekki.

Flokksstefnan virðist vera svona:

1. Flokkurinn fyrst

2. Flokkurinn svo

3. Flokkurinn aftur

4. Fara aftur á 1.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2009 kl. 19:30

12 identicon

Sæll.

Alveg rétt hjá þér. Ég veit um menn sem kjósa ekki flokkinn vegna óánægju með hennar störf. Hún og Árni Johnsen eru flokknum til trafala ásamt Ragnheiði Ríkarðs. Brotthvarf Þorgerðar (alfarið, ekki bara úr stóli varaformanns) myndi sennilega færa flokknum þó nokkur atkvæði.

Það er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á það að segja rétt fyrir kosningar að það hafi ekki verið stefna Sjálfstæðisflokksins sem brást heldur fólkið. Svo heldur Þorgerður bara áfram og sér ekkert athugavert við það!? Hvað ætli flokkurinn hafi misst mörg atkvæði í síðustu kosningum út á þessa bommertu? Flokkurinn verður að hafa manndóm í sér til að losa sig við fólk sem íþyngir honum og stefnumálum hans. Málefnin koma ofar mönnunum! Við sáum sömu vitleysu í kringum mistökin hjá Vilhjálmi V. í Reykjavík í kringum REI málið. Það átti að láta hann taka pokann sinn strax!!

Takk fyrir góða færslu!

Jon (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 20:31

13 identicon

Hún á bara að hætta í pólítík, punktur og basta. Það sama á við Guðríði Lilju. Höfum ekkert að gera við stjórnmálamenn sem ekki hafa skoðanir.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 22:51

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stefán:

Þú ert hreinlega ekki að lesa úrslit síðustu kosninga rétt. Farðu nú inn á vefinn www.kosning.is og skoðaðu úrslit síðustu kosninga.

Bæði í Reykjavík suður og norður er Samfylkingin stærst. Hvers vegna heldur þú að það sé?

Sama gildir um Suðvesturkjördæmi - hvers vegna heldur þú að það sé?

Í Norðvesturkjördæmi erum við 0,4% yfir Framsóknarflokknum og 0,20% yfir Samfylkingunni. Í Norðaustur eru VG stærstir og við í 4. sæti eftir Framsókn og Samfylkingu - hvers vegna?

Meira að segja í Suðurkjördæmi - þar sem við höfum verið sterkastir - er Samfylkingin yfir okkur um rétt 1,5% - hvers vegna?

Við erum "out" í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi - það er ljóst. Hluti af því er refsing fyrir lðin ár og hrunið, en hluti af þessu var að við buðum upp á enga virkilega stefnu í síðustu kosningum (efnahagsstefnu/framtíðarsýn), á meðan Samfylkingin bauð upp á ESB.

Í þessum þremur kjördæmum (Reykjavík og kraganum) býr meirihluti þjóðarinnar. Ef við erum "out" þar, bjarga einhver nokkur bóndaatkvæði og kvótaatkvæði úti á landi okkur ekki.

Sér þetta enginn nema ég? Eða vill Sjálfstæðisflokkurinn verja Bænda- og sægreifaflokkur?

Þá þarf að stofna nýjan flokk fyrir alla aðra hægri menn í landinu!

Þorgerður Katrín verður þar ekki formaður - þið megið eiga hana og 1/2 þingflokkinn. Við verðum þá að finna nýjan mannskap og hann er til. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 00:39

15 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég held að þið hafið gott af að hafa þessa óþægilegu frænku áfram í veislunni, hún kannski sýnir ykkur hvað þið gerðuð, en vissulega býst ég ekkert við því.

Einhver Ágúst, 18.7.2009 kl. 02:41

16 identicon

Áttu við að þú hefðir frekar kosið að hún greiddi atkvæði með aðildarumsókn?

Er verst af öllu að sitja hjá?

Eða hefði það verið enn meiri glæpur að greiða atkvæði með umsókn? - sbr. Ragnheiði Ríkharðs.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 06:29

17 identicon

Þorgerður á að víkja en ekki af þessum ástæðum .Hún á að víkja vegna þess hvernig hún og eiginmaður hennar tengjast málefnum gamla Kaupþings .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 08:04

18 identicon

Kæri Stefán

Eru ekki tilfinningar sem ráða um of för í pistli þínum?

Þú kallar það "heigulshátt" hjá Þorgerði að sitja hjá.  Í augum flestra landsmanna sýndi hún hins vegar HUGREKKI með þessu þ.e.a.s. að vera trú sinni sannfæringu í stað þess að fylgja flokksaga sem skoppar í kringum sérhagsmuni t.d. í sjávarútvegi.

Það er lítils virði ef alþingismenn kjósa ekki með eigin sannfæringu.  Í raun er það svik við þjóð og lýðveldi að gera það ekki.  Þorgerður og Ragnh. Ríkarðs höfðu hugrekki til þess - fáir aðrir.

Í sjálfstæðisflokknum eru t.a.m. mjög margir sem vilja í ESB en hika við að sýna það opinberlega vegna flokkslínu sem gefin er.  Á slíkt ekki að tilheyra gamla tímanum ?

Kveðjur,
Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 08:34

19 identicon

Djöfull er Sjálfstæðismönnum illa við sjálfstæðar skoðanir. Það er stór hluti af baklandi Sjálfstæðisflokksins ánægður með þetta gríðarlega hugrekki Þorgerðar Katrínar að þora að kalla yfir sig skítkast öfgagengisins í flokknum.

Dude (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 09:17

20 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er ekki sammála þér að það að skila auðu eða sitja hjá við atkvæðagreiðslu eða kosningu sé heigulsháttur. Það er afstaða og skoðun út af fyrir sig og ekki ástæða til að stíga til hliðar. En aftur á móti finnst mér tenging Þorgerðar við hrunið full ástæða fyrir hana til að stíga til hliðar og hún fyrir löngu orðin vanhæf til að koma að nokkru einasta máli sem því tengist.

Gísli Sigurðsson, 18.7.2009 kl. 09:51

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ömurlegt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að taka afstöðu í jafn stóru máli og ESB -

Óðinn Þórisson, 18.7.2009 kl. 10:09

22 identicon

Það er allveg magnað að sjá alla þessa reiði blossa upp hjá ykkur sjöllum. Ef það er ekki einhverjum örðum að kenna en ykkur, þá á að hengja þann næsta sem vogar sér að hafa öndverða skoðun en flokkslínan. Það er alleg augljóst hvaða afstöðu Þorgðaur hefur í Evrópu málum, og auðvitað átti hún að segja JÁ eins og flokkssystir sín. Það lyggur ljóst fyrir að mun þingmenn sjálfstðismanna hefðu kosið með aðildarviðræðum ef þeir hefðu fylgt sanfærinu sinni, taladi um heigula. Það verður ekki hægt að taka mark á sjálfstæðiflokknum í dag, BB veit ekki í hvorn fótin hann á að stíga. Hann vill aðildarviðræður, en reynir frekar að nota tækifæðri til að fella sitjandi stjórn. Ef einhver ætti að víkja þá er það Bjarni, hann er búin að sína það og sanna að hann á ekkert erindi upp á dekk.

Pall Steinarsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:49

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við eigum að bera virðingu fyrir sjónarmiðum annarra. ESB- málið er þverpólitískt... eða á a.m.k. að vera það en á ekki að vera í flokkspólitískum skotgröfum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2009 kl. 13:04

24 identicon

Og þú ert náttúrulega svakalega ánægður með þá Jón Gunnarsson og Birgir Ármannsson og þeirra málflutning. Þið eruð kynlegur þjóðflokkur  Sjálfstæðiðsmenn. Ragnheiður Ríkarðs og Þorgerður Katrín eru þeir þingmenn sem Sjálfstæðiðsmenn geta verið stoltastir af og einu þingmenn þessa volaða flokks sem sýndu heiðarleika í þessari atkvæðagreiðslu.

Páll Valur Björnsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 13:35

25 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sitt sýnist hverjum.  Í mínum huga hefur Þorgerður vaxið mikið og ég sé hugrekki þar þar sem þú sérð aumingjaskap.

kv.

ES

Eyjólfur Sturlaugsson, 18.7.2009 kl. 13:46

26 identicon

Þrátt fyrir rúmlega 50 ára dygga tryggð við Sjálfstæðisflokkinn hefur mér fundist erfitt að vera stoltur af flokknum. Einna verst finnst mér vera þessa blinda fylgispekt við "flokkslínuna". Þú hlýtur að vita það jafnvel og aðrir að það eru mörg gagnstæð viðhorf hjá sjálfstæðismönnum til ESB aðildar. Sem sjálfstæðismaður hlýt ég að meta mikils að forystumenn flokksins geti verið með mismunandi áherslur. Einhverjum, og þér þar á meðal, líður ugglaust best ef flokkurinn sveimar um þjóðmálin eins og hjörð sem fylgir hinni einu sönnu línu formannsins. En það er ekki sá Sjálfstæðisflokkur sem ég virði og fylgi.

Afstaða Þorgerðar Katrínar fær mig til þess að trúa því að ekki sé öll nótt úti fyrir okkar lánlausa Sjálfstæðisflokk. Eða ert þú virkilega stoltur af framgöngu flokksins síðustu árin/misserin?

Ragnar Tómasson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 14:20

27 identicon

Áttu við að þú hefðir frekar kosið að hún greiddi atkvæði með
aðildarumsókn?

Er verst af öllu að sitja hjá?

Eða hefði það verið enn meiri glæpur að greiða atkvæði með umsókn? - sbr.
Ragnheiði Ríkharðs.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 14:32

28 identicon

Nú eða Bjarni sem formaður. Sem flokksmaður sem er með ESB, þá þykir mér nú gott að hún veitti þessu vissan stuðning án þess að greiða athvæði gegn formanninum.

Ekki gleyma því að við erum tengdir við hrunið, allir í þessu landi eru tengdir við hrunið mee einhverjum hætti, en fleirri í okkar röðum voru kostnir til stjórnunarstarfa... Því er það nauðsinn að taka til í flokknum, ekki flokksis vegna heldur þjóðar.

Jón (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 15:14

29 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Hvað með okkur Sjálfstæðismenn sem erum Evrópusinnar?  Ef ekki væri fyrir hana og Ragnheiði værum við sem höfum gegnum tíðina kosið xD endanlega búin að gefa flokkinn upp á bátinn.

Því það er staðreynd, hvort sem eingangrunarsinnum líkar betur eða ver, að meiri hluti kjósenda sjálfstæðisflokksins í þarsíðustu kostningum styður aðild Íslands að ESB, og landsfundarályktun landsfundarfulltrúa um ESB ein og sér kostaði flokkinn forystusætið í íslenskum stjórnmálum.  Þjóðin öll geldur nú þess að Sjálfstæðisflokkurinn guggnaði á forystuhlutverkinu í að færa Ísland að Evrópu.

Ólafur H. Guðgeirsson, 18.7.2009 kl. 15:16

30 identicon

Þrátt fyrir rúmlega 50 ára dygga tryggð við Sjálfstæðisflokkinn hefur mér

fundist erfitt að vera stoltur af flokknum. Einna verst finnst mér vera

þessa blinda fylgispekt við "flokkslínuna". Þú hlýtur að vita það jafnvel

og aðrir að það eru mörg gagnstæð viðhorf hjá sjálfstæðismönnum til ESB

aðildar. Sem sjálfstæðismaður hlýt ég að meta mikils að forystumenn

flokksins geti verið með mismunandi áherslur. Einhverjum, og þér þar á

meðal, líður ugglaust best ef flokkurinn sveimar um þjóðmálin eins og hjörð

sem fylgir hinni einu sönnu línu formannsins. En það er ekki sá

Sjálfstæðisflokkur sem ég virði og fylgi.

Afstaða Þorgerðar Katrínar fær mig til þess að trúa því að ekki sé öll nótt

úti fyrir okkar lánlausa Sjálfstæðisflokk. Eða ert þú virkilega stoltur af

framgöngu flokksins síðustu árin/misserin?

Ragnar Tómasson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 15:24

31 identicon

Já hendum henni út fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir.

Maggi V (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 15:32

32 identicon

Rétt hjá þér Stefán. Þá kvarnast sá hluti Sjálfstæðisflokksins sem er fylgjandi aðild að ESB út og gengur væntanlega í Samfylkinguna sem verður langstærsti flokkurinn.

ii (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 16:14

33 Smámynd: Sleggjan

Mér finns hún ætti að víkja, sammála þér.

En af allt öðrum ástæðum en ESB hlutleysi sínu.

Sleggjan, 18.7.2009 kl. 16:39

34 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

Einnig voru tengsl hennar og eiginmannsins við Kaupþings vægazt sagt umdeildar og óeðlilegar.

hundruða milljóna kúlulán til hjónanna ... og hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

 Til skammar!

ThoR-E, 18.7.2009 kl. 18:32

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einarðlega er hann fram settur þessi pistill þinn, Stefán.

Menn verða oft að vera ósérhlífnir í rökhyggju sinni, og það ertu hér. Ég á við, að það er sennilega ekkert auðvelt fyrir þig að þurfa að segja þetta, en glögg og óbilandi rökvísi leiðir til þessarar niðurstöðu þinnar. Þorgerður Katrín er orðin afar órepresentatíf fyrir afstöðu flokksins. Því sæmir ekki, að hún sitji þar áfram sem varaformaður.

Sjálfur formaðurinn sýndi sig síðan ekki nógu sterkan í yfirlýsingum um þetta mál. Og ótrúlegt er, hvernig Þorgerður (í Vikulokunum) kemst upp með að lýsa harðri gagnrýni á miðstjórnarfundinum sem "ljúflegri"!

Jón Valur Jensson, 19.7.2009 kl. 03:40

36 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég verð að taka undir þetta hjá þér

Það er þvílík skömm að hún skyldi  ekki hafa tekið afstöðu í eins mikilvægu máli. Við höfum ekkert að gera við stjórnmálamenn sem sýna svona heigulshátt hvað þá varaformann í flokki.

Hulda Haraldsdóttir, 20.7.2009 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband