Pólitísk afstaða - staðið og fallið með skoðunum

Ég er ósammála afstöðu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í ESB-málinu en virði þó það að hún hafi tekið afstöðu í málinu, öfugt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður stendur og fellur með afstöðu sinni, pólitískri sannfæringu í málinu, og verður að verja þá afstöðu fyrir kjósendum og stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, bæði nú og síðar þegar og ef hún sækist eftir endurkjöri eða umboði flokksmanna.

Þorgerður Katrín tók ekki afstöðu. Mér finnst hjáseta í svo stóru máli ekki afstaða heldur hreinn og beinn aumingjaskapur. Munurinn á þeim er að önnur tekur afstöðu, þorir að taka af skarið á meðan hin þorir ekki að taka afstöðu, standa og falla með pólitískri sannfæringu. Svo verður að ráðast hvernig fer fyrir þeim í þeirri afstöðu.

mbl.is Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Þorgerður Katrín sat klofvega á girðingunni í vetur á fundi sjálfstæðismanna í Kópavogi um Evrópumálin. Hún orðaði það svo að hún væri ekki búin að gera þau upp við sig " ætlaði að sjá til hvert straumurinn lægi". Slíkur popúlismi hæfir vart forystumanni í stærsta stjórnmálaflokki landsins. Þorgerður Katrín kaus að sitja sem fastast á girðingunni og taka enga afsöðu í atkvæðagreiðslu alþingis um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, veigamesta máli lýðveldissögunnar. Máli er varðar grundvallarsjónarmið sjálfstæðisstefnunnar, framsal á fullveldi og forræði landsmanna yfir landshögum! Það er því miður ógæfa flokksins okkar að geta ekki talað einum skírum rómi í þessu stóra máli. Forystan verður að vera einhuga. Landsfundur markaði skýra stefnu sem meirihluti landsfundarfulltrúa veitti brautargengi og henni ber forystumönnum að fylgja. Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðs, virðist vilja fylkja sér undir sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu máli. Samfylkingin talar einum rómi á alþingi í málinu, einn flokka. Kannski er þar þeirra heimahöfn?  

Óttar Felix Hauksson, 21.7.2009 kl. 00:43

2 identicon

Það lítur einna helst út fyrir að teðar stöllur og örfáir aðrir flokksmenn hafi gleymt nafnii flokksins eða séu hætt að skilja fyrir hvað það stendur. Það væri því óskandi að nefndir einstaklingar reyndu með hjálp orðabókar að dýpka skilning sin á því hvað SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR merkir og hvað fyrri helmingur nafnsins þýðir. Að því loknu ef fólk er enn ósammála fyrri helmingi nafns flokksins þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þau stofni sinn eiginn flokk sem nefna mætti sambandsflokkin eða einhverju öðru uppgjafarnafni.

Mbkv. Grímnir

Grímnir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 02:29

3 Smámynd: Arnar Guðmundsson

AHUGAVERT

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Er það mat þitt Stefán að Sjálfstæðismenn séu með eina "hreina" skoðun í þessu máli?

Lára Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband