Raunaleg forgangsröðun hjá vinstristjórninni

Mér finnst það raunaleg forgangsröðun hjá vinstristjórninni að skottast um með aðildarumsóknina til Stokkhólms og reyna að sleikja sig upp við þær þjóðir sem hafa snúið okkur í duftið á þessum síðustu og verstu tímum. Reyndar sýnist mér sem Samfylkingin hafi samið af sér íslenska hagsmuni fyrir þetta ljósmyndamóment með Carl Bildt í Icesave-samningunum.

Ekki virðist það duga. Þegar er farið að sparka í Íslendinga og hóta þeim af hálfu Hollendinga. Algjörir draumórar eru að telja ESB-málið og Icesave tvö aðskilin mál. Icesave mun hundelta okkur í þessum viðræðum. Við verðum látin standa skil á þeim og þurfum að taka á okkur auknar byrðar til að eygja von á ESB-aðild.

Eitt er að verða áþreifanlega augljóst þessa sumardaga. Hagsmunir Íslands hafa orðið aukaatriði í tilraun Samfylkingarinnar til að komast til Brussel.

mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.7.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband